Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 161
-Andvari
Norræna kynið
155
Makedoníumenn, sem Grikkir reistu ekki rönd við?
Xenofon lýsir þeim þannig, að þeir hafi verið bláeygðir
og ljóshærðir og sömuleiðis guðir þeirra. Alexander mikli
var hvítur á hörund, hætti til að roðna og það niður á
brjóst. Hann var langhöfði og ljóshærður, andlitsfallið
norrænt. Þessar lýsingar geta ekki átt við aðra en menn
af norrænu kyni. Það var heldur ekki að undra, þó
höfðingjar Makedoníumanna væru af norrænu bergi
brotnir, því rjett fyrir norðan á Balkanskaganum voru
þjóðirnar um þessar mundir af norrænu kyni og lang-
höfðar. Þeir hafa sennilega verið miklu minna blandaðir
með suðrænum kynflokkum en Grikkir sjálfir á dögum
Filipps Makedónakonungs og Alexanders mikla. Það var
því norrænn herforingi að ætt og uppruna, sem sigraði
við Granikos og Issus og kjarni hersins af norrænu
bergi brotinn.
Rómverjar. Italía hafði verið bygð um langan aldur af
vestræna kyninu, eflaust blönduðu með negrablóði, en
fyrst hófst hún til vegs og valda eftir að norrænar þjóðir,
ítalir, höfðu brotist á bronceöld yfir Alpafjöllin austan
til niður að Adríahafi og síðan alla leið yfir Appenníu-
fjöll og suður í Latium. Þeir gerðu sig að höfðingjum
yfir landslýðnum, urðu að höfðingjum (gentes), sem rjeðu
öllu, en lýðurinn að þrælum og rjettlitlum »plebeii«.
Höfðingjarnir reyndu lengi að halda ætt sinni óspiltri
og hjónabönd milli þeirra og plebs voru bönnuð. Síðan
breyttist þetta, er alþýðumenn náðu jafnrjetti og^úr því
blandaðist kynið óðum. Þó hjelst ættarmótið lengi í höfð-
ingjaflokknum. Þannig er sagt, að Agústus keisari hafi
verið bláeygður og mjög ljóshærður. Víst er það, að
Ijósa hárið var lengi talið merki aðals og góðrar ættar.
Þess vegna gekk t. d. Messalína, sem var svarthærð,
með ljósa hárkollu og þess vegna lituðu dökkhærðu kyn-