Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 177
.Andvari
Uppruni lista
171
og vanal. hestur og alls konar rándýr, apar og leður-
blöðkur. Sum þessara dýra eru einkennileg og tegundin
horfin nú, sum eru á hálfri leið til þess að verða eitt af
núlifandi dýrum, sum eru eins og þau, sem nú tíðkast.
Af jurtagróðri má sjá að í þann tíð hefir verið hlýtt í
Norðurálfunni svo sem nú er í miðjarðarlöndunum. Þó
fór hitinn minnkandi á þriðju jarðöld og kom svo að
lokum að ís safnaðist og lá yfir mörgum löndum, þeim
sem nú eru bygð, þar á meðal yfir miklum hluta af
Norðurálfu norðanverðri. Þá hefst ísöldin, eða réttara
sagt ísaldirnar, því að þær voru fleiri en ein með heit-
ara millibili á milli. Jöklar skriðu þá sem nú og létu
eftir sig jökulöldur tröllauknar. Þó ísaldirnar hafi ef til
vill byrjað á síðasta hluta þriðju jarðaldar (Pliocéne), þá
er sú öld þó liðin er ísinn þiðnar og lætur jökulöldurn-
ar eftir sig. Eru því þær leifar kallaðar tilheyra fjórðu
jarðöld, er þar hafa fundizt, og mætti þó vera að ísinn
hefði fært með sér eldri leifar og hrært saman við það,
er jafngamalt var ísnum. Gæti því verið að ýmsar leifar
manna og dýra, er menn telja til flóðaldar, sé eldra,
jafnvel frá miocéne-tímanum eða meira að segja eocéne-
tímanum.
Margír halda því fram að eigi finnist nein vegsum-
merki eftir menn fyr en á fjórðu jarðöld (á flóðöldinni
= diluvialöldinni) og telja manninn eigi eldri en svo.
En þeir hafa bersýnilega rangt fyrir sér, því að bæði
heimtar þróunarkenningin langan aldur á undan því
þroskastigi, sem maðurinn auðsjáanlega hefir náð á flóð-
öldinni, og auk þess eru tvær aðrar sannanir fyrir langt-
um lengri mannsævi.
Hin fyrri sönnunin er þessi: Aður en fullkomin manns-
ihöndin mátti verða til, þurftu hryggdýr á landi að hafa