Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 209
^Andvari
Athugasemdir
203
asta áratug næstliðinnar (c. 19.) aldar, heyrði ég engan
mann leiða orð að því, að ekki væri öllum íbúum Mý-
vatnssveitar jafnfrjáls dorgarveiði hvarvetna í Mývatni,
og netjaveiði undir ís í »Flóa««. — Ætti þetta eitt
fyrir sig að nægja til að afsanna skýrsluhöf. um, að
réttarkrafa hreppsbúa til veiði í almenningi vatnsins vært
nýtilkomin. Er það hvorttveggja, að ]ón var eldri mað-
ur, gagnkunnugur öllum sveitarháttum um langa æfi, og
sérstaklega skýr og minnugur, og svo ber enn sögu
hans sarnan við það, er elstu núlifandi menn muna um
sömu atriði, og eru þeir eldri en skýrsluhöfundur.
En af því að hann og fleiri hafa hug á því, að telja
sér og öðrum trú um, að hér sé ekki um forna venju
að ræða í veiðirétti almennings, svo óvíst sé, að ákvæði
vatnalaganna um þau atriði nái til Mývatns, þá á vel
við, að gefnu tilefni, að draga saman á einn stað þau
skrifleg gögn og heimildir, sem til hefir náðst, og ljós-
)ega sanna eldgamlar venjur um almennan veiðirétt
hreppsbúa Skútustaðahrepps í Mývatni. Mætti það vera
til þess, að annarsstaðar, þar sem líkt stendur á, þá
vakni menn til umhugsunar þess, að afla sér heinúlda
fyrir rétti þeim til veiði í almenningum stöðuvatna, eftir
því sem hin nyju vatnalög gera ráð fyrir.
Heimildir þær, er ég gat um, tek ég upp eftir tima-
röð eða aldri, og með þeim skýringum, sem til þarf á
hverjum stað:
1. fslenskt fornbréfasafn (6. b. Bls. 108—110).
1 jarðakaupabréfi um Hofsstaði við Mývatn, dags. 12.
apríl 1477, er tekið svo til orða: ». . . á jörðin hlut í
almenningi i Mýuatni, og skipstöðu í Geirastaðajörðu. ..«
(Stafsetning er færð á horf við nútíðarrithátt).
Þar sem Þorv. Thoroddsen talar um »Almenning« í
íslandslýsingu sinni: (3. b. Bls. 138) vitnar hann til of-