Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 206
200
ísaldarmenjar og forn sjávarmörk
Andvarn
línan hefði um þessar mundir gengið neðar hjer sunnan-
lands en norðanlands.
Þegar sjór fór að lækka, hefir hann myndað 3 sjávar-
mörk neðar. Hið efsta er í 20,5—23 m. hæð, næsta í
9—13 m. hæð, og hið þriðja í 3—4 m. hæð yfir háflæði.
Hið efsta er greinilegast, hið neðst svarar ef til vill til
sjávarhækkunar þeirrar, er Guðm. G. Bárðarson fann vi&
Húnaflóa. Við mynni Kolku og Blöndu hefi jeg séð sjávar-
mörk, sem voru á að giska í sömu hæð og 2 hin efri.
Af framburði Eyjafjarðarár reiknaði jeg út að 9—Í2.
þúsundir ára mundu vera síðan sjór lækkaði niður undir
núverandi sjávarmál. Eftir eðli sínu gat þessi útreikning-
ur ekki verið nákvæmur, forsendurnar voru svo óvissar.
En það er allmerkilegt, að jeg hefi komist að mjög
svipaðri útkomu, eða 9—11 þúsund ár, með því að at-
huga framburð Hjeraðsvatnanna á korti herforingjaráðs-
ins danska. ]eg hefi þá gengið út frá, að Sjávarborg hafi
verið við sjó í landnámstíð, eins og nafn hennar bendir
til, og Borgarsandur, sem Landnáma getur um, hafi verið
þá svo innarlega. Mjög svipuð verður útkoman, ef gert
er ráð fyrir, að þingstaðurinn forni hjá Garði í Hegra-
nesi hafi verið við sjó, svo sem Vaðlaþings staðurinn.
Sandurinn flytst þá út um tæpan H/2 m. á ári að jafn-
aði í Skagafirði. Það eru og líkindi til þess, að Mikla-
vatnið hafi á landnámstíð verið vík, og að bærinn Vík,
sem stendur innan og ofan við vatnið, hafi dregið nafn
sitt af því. Tilgáta þessi styðst við það, að áin, sem renn-
ur úr Miklavatni nefndist til skamms tíma, ef ekki enn,
Víkin. Nafn þetta er ekki á korti herforingjaráðsins. Það
kæmi vel heim, að Miklavatn hefði verið vík, er sjórinn
gekk inn að Sjávarborg. En eigi löngu eftir landnámstíð
mun þó vatnið hafa aðskilist frá sjónum og Hjeraðs-
vötnunum, því að í Sturlungu er það nefnt Miklavatn.