Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 156
150
Norræna kynið
Andvari
4—5000 árum f. Kr.( eðu um það leyti sem skeljaæt-
urnar fluttust til Norðurlanda eftir ísöldina, og er því
ekki að undra, þó uppruni manna og allrar menningar
hafi verið rakinn til Asíu. Ef nánar er gáð að, vakna þó
ýms stórvægileg vanda- og vafamál, sem drepa verður á.
Muna verður og eftir því, hvað norræna kynið snertir,
að það kann að vera miklu eldra en bygðin á Norður-
löndum og hafa lifað Iengi sunnar í álfunni, áður það
fluttist norður.
Eitt af þessum vandamálum er myndun tungnanna og
útbreiðsla þeirra. Málfræðingar skifta málunum í beygð
mál og óbeygð (agglutineruð), og í fyrra flokki er ara-
grúi tungna, sem nefndar eru indo-europeisk mál. Til
þeirra má telja germönsku málin, latínu og grísku og
rómönsku málin, sem runnin eru frá þeim, slafnesku
málin, sanskrít, persnesku, arabisku o. fl. 011 þessi mál,
þó ólík sjeu, eru skyld og, að því er málfræðingar telja,
runnin frá einni og sömu rót, sem bendir til þess, að
eitt sinn, löngu áður sögur hófust, hafi indo-germönsk
frumþjóð verið til og talað hið forna frummál. Vms orð
eru hin sömu í flestum eða öllum málunum, t. d. orðið
»kopar«, og bendir það til að tungurnar hafi ekki skifst
fyr en kopar þektist, líkl. um 2000 f. Kr. Þá eru og
sameign orð, sem tákna »snjó« og »kulda«. Frá þessu
frummáli hafa tungurnar einhvern veginn kvíslast víðs
vegar um löndin, og mannlausar hafa þær ekki farið.
En hvaðan eru þær þá komnar og hvar var frumheim-
kynni þeirra?
Mönnum mun hafa orðið það fyrst fyrir að telja forn-
indversku — sanskrít — elsta, og allan strauminn kom-
inn austan af hálendinu í Asíu. Síðustu rannsóknir hafa
þó komist að allt annari niðurstöðu og telja Lithásku
hvað elsta, með öðrum orðum mál, sem talað er á vor-