Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 124
118
Nokkur orð um sjófiskaklak
Andvari
saman í stórum kössum, sem sjór streymir inn um; og
til þess að eggin nái ekki að safnast saman í kyrrar
kássur, er klakkössunum dúað upp og niður í »baðinu«,
með sjerstökum tækjum; eru þeir því a sífeldri hreyf-
ingu og fá eins mikið loft, og frekast er unt, en loft-
frek eru þau og mikil birta er þeim einnig nauðsynleg,
svo að bakteríur nái ekki að setjast á þau. En þrátt
fyrir alt þetta drepst þó oft mjög mikið í kössunum.
Þegar svo seiðin eru klakin, er þeim haldið 5—6 daga
í kössunum, þangað til »nestið« í kviðpokanum er upp-
etið. Þá eru þau flutt á þá staði, sem álitnir eru hent-
ugir, eða menn vilja helst fá fiskinn á, og úr því verða
þau að spila upp á eigin spýtur, 3; afla sjer sjálf fæðu,
en á þessu þroskastigi eru öll seiði af þessu tægi mjög
smá (4—8 mm. á lengd), og æði ósjálfbjarga að öðru
leyti; einkum er sundþrótturinn mjög lítill og þau því
mjög háð straumum og öllu sjávarróti. Nú fer alt klak
fram á landi, í þar til gerðum klakhúsum, en fyrst fram-
an af var klakkössunum komið fyrir á floti, í innilokuð-
um sjávarpollum, undir beru lofti, eða svo var það að
minsta kosti í Flödevigen, en það gafst illa1)-
Um erfiðleikana við klakið skal það eitt sagt hjer,
auk þess sem þegar er tekið fram um eggin, að margt
vill líka farast af seiðunum í kössunum; svo er að ná í
hæfilega marga fiska af hvoru kyni til undaneldis, flytja
þá, oft langan veg, á klakstöðina og halda þeim þar
með góðri líðan (fæða þá) þangað til þeir eru gotnir.
Þess hefir áður verið getið, að klakningartími sjófiska-
1) Qlögg og stutt lýsing á þorskaklaki, eins og því er komiö
fyrir í Flödevigen, er í norska tímaritinu Naturen 1914, 38. Bd.,
bls. 164—178, og! nefnist Flödevigens utklækningsanstalt og í ritinu
Flödevigens utklækningsanstalt, Foredrag 3. sept. 1922, hvort-
veggja eftir forstöðumanninum, Alf Dannevig.