Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 88
82
Háskólinn
Andvari
í norrænum fræðum, hingað ætti útlendir fræðimenn að
koma og setjast við fótskör vora o. s. frv. Um leið og
mér hefur þótt vænt um trú þessara manna og viður-
kent, að hún stefndi í rétta átt, hef ég ekki getað ann-
að en brosað að hugmyndum þeirra um starfskosti kenn-
aranna í íslenzkum fræðum. Þó að hér sé afarmikið efni
úr að vinna í söfnum vorum, vantar líka mörg hjálpar-
gögn, ekki einungis íslenzk handrit og heimildir að ís-
lenzkri sögu, sem erlendis eru, heldur mikið af prentuð-
um bókum um íslenzk og norræn efni og fræðirit al~
menns efnis, sem oft þarf til að grípa við sérstakar
rannsóknir. Landsbókasafnið verður að efla svo, að það
sé fullkomið í íslenzkum fræðum, og má gera það án
verulegs tilkostnaðar, ef rétt er að farið. Þá vantar við-
unandi handbókasafn handa stúdentum í íslenzkum fræð-
um, en úr því verður bætt smám saman, og að fullu
þegar háskólinn fær hina höfðinglegu gjöf próf. Finns.
]ónssonar. Verkaskifting er ekki í sæmilegu horfi, nema
þrír sé fastir kennarar, eins og áður er tekið fram. En
einn þessara kennara er enn vonarpeningur á fjárlögun-
um. Loks er að geta þess, að laun þessara kennara
gera ekki ráð fyrir, að þeir helgi alla krafta sína vís-
indastörfum, hvað þá að þeir hafi efni á að fara utan eða
afla sér bóka. Þau nægja ekki líkt því til lífsuppeldis.
lítilli fjölskyldu, en aukatekjur fræðimanna og rithöfunda
eru hér á Islandi bæði litlar og seinteknar. Kennarar
Jagadeildar og læknadeildar geta rekið arðsama atvinnu
samhliða embættisstarfi sínu, en maður, sem settur er til
þess að vinna vísindalegt starf, verður að geta verið þar
allur. Þó að þetta sé nefnt sem dæmi, er það víst ekki
nema eitt af mörgum. Launakerfi landsins er bandvit-
laust, þar sem hvorki er tekið tillit til undirbúnings né
aukatekna. Ríkið borgar dönskum lyfsalasveini þriðjungi