Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 117
Andvari
Nokkur orð um sjófiskaklak
111
fiskaklaki, gerl ráð fyrir að »fiski« væri farið að fækka
hjer og því talið það nauðsynlegt og heillavænlegt. Mál-
inu var hreyft á Fiskiþingi 1919, í sambandi við vatna-
klak, og skýrði höfundur þá þingheimi frá hinni ólíku
aðstöðu við hvorttveggja klakið 0- Síðan hefir málinu
verið hreyft lítillega á prenti 1 2) og nokkurir menn hafa
verið að spyrja mig um, hvaða skoðun jeg hefði á því
máli. Mjer hefir fundist þekking manná á málinu vera
fremur óljós, eða rjettara sagt, að þeir hefðu mjög litla
hugmynd um, hvað eiginlega væri um að ræða. Finst
mjer því full ástæða til að benda á hina ólíku aðstöðu
með sjófiskaklak og vatnafiskaklak, án þess þó að fara
að lýsa aðferðunum, nema hið allra nauðsynlegasta, og
skýra nokkuð nánara frá því, hvað gert hefir verið og
hvað gert er í því tilliti, og frá áliti málsmetandi manna
á sjófiskaklaki yfirleitt, og bæta svo við það nokkurum
hugleiðingum um þörf á klaki hjer og hvaða erfiðleik-
um það mundi vera bundið, að koma því í framkvæmd,
ef þörf þætti, og svo loks benda á aðrar leiðir í þess
stað, til þess að halda fiskstóðinu við, eða jafnvel
auka það.
]eg hefi eigi átt kost á því, að fara og skoða ýmsar
sjóklakstöðvar, nje tala við þá menn, sem mest hafa
rn'eð þær að sýsla; en þegar farið var að hreyfa málinu
hjer, tók jeg það ráð að skrifa nokkurum stofnunum,
sem jeg taldi líklegastar til þess að gefa mjer rjettar og
óhlutdrægar upplýsingar, og bað þær um leið að láta
uppi við mig álit sitt á gagnsemi þesskonar fyrirtækja,
því að mjög hafa skoðanir manna verið skiftar um það
atriði, einkum fiskalíffræðinga annarsvegar og klakmann-
1) Sjá skýrslu um Fiskiþingið 1919.
2) Guðm. Davíðsson: Um fiskirækt. Ægir X111, 1920; bls. 28—30.