Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 126
120
Nokkur orð um sjófiskaklak
Andvari
Af ýsuseiðum var slept 160 milj. (rúmum helmingi eggj-
anna). Auk þessa voru frjóvguð 161 milj. þorsk- og 155
milj. ýsueggja og slept óklöktum í sjóinn; þar af 2b
(jafnt af hvorri tegund) af skipum úti á miðum').
Svo voru teknar 955 milj. lýseggja til klakningar, en
af þeim drápust svo mörg, að 558 milj. var aðeins slept.
Loks var klakið 1,603 milj. Winter-Flounder eggja á öll-
um stöðvunum samtals.
Annars er kvartað yfir því, að klakið hafi verið miklu
minna en átti að verða, 800 milj. færri egg, en til stóð,
vegna þess, að veturinn var óvenju harður.
Frá Newfoundland hefi jeg enn eigi fengið neinar
upplýsingar.
(Jm kostnaðinn við klakið hefi jeg því miður aðeins
mjög takmarkaðar upplýsingar. Það gefur að skilja, að
hann hljóti að vera mikill, þar sem á hverri stöð eru
stórar múraðar þrær eða pollar, til þess að geyma und-
aneldisfiskana í, svo hundruðum skiftir, og ala þá í nokk-
urar vikur, stórhýsi á landi yfir hin rúmfreku klaktæki,
vjelknúðar dælur til þess að taka hreinan og svalan sjó
frá botni á nokkurra faðma dýpi og veita honum í lát-
lausum straum um þrær og klakkassa, meðan klakið
stendur yfir, ennfremur skip til flutnings á undaneldis-
fiskum og seiðum. Svo er alt fólkið, sem að þessu vinn-
ur, og bústaður handa því, klakritasafn, skrifstofa o. fl.
A stöðinni í Flödevigen er allur kostnaður nú talinn
40—50 kr. á hverja miljón þorskseiða, sem út var slept,
en um aldamót var árlegur kostnaður talinn 11,000 kr.,
auk stofnkostnaðar. Lengi vel var stöðin prívateign, en
nú er hún ríkiseign, sem kostar eflaust yfir 100,000 kr.,
I) Á þá aðferð benli Sveinbjörn Egilson í 39. tbl. íslands
1897.