Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 81
Andvari
Háskólinn
75
hentugri bjargráð en afnám fáeinna háskólaembætta, þá
vorkenni ég landinu, hve vesælt það er löggjafa sinna.
Norðmenn hafa nýlega haft sparnaðarnefnd á rökstólum.
Sú nefnd beindist ótæpt að skriffinsku og nefndafargani,
skar niður skrifstofustjóra tugum saman, hvað þá aðra
lægri skrifstofumenn. Þeir menn kunnu að greina á
milli ófrjórrar og skapandi vinnu. Þeir skildu, að bréf á
milli stjórnardeilda, sem eru hvor í sínu húsi, eiga að
vera sem fæst. Að spara slíkt bréf er hreinn sparnaður.
En að »spara« vísindalegt rit getur verið tap, sem erfitt-
er að meta til fjár. Jafnframt því, sem Norðmenn gera
skrifstofurnar færri og einfaldari, heimta að útgjöld Stór-
þingsins Jækki o. s. frv., efla þeir háskóla sinn, einkum
í þjóðlegum fræðum. Þeir skilja, að efling þjóðrækni og
vísindalegs anda í landinu getur verið þjóðinni einhver
mesti styrkur — einmitt á krepputímum.
íslenzka þjóðin veit það vel, að maðurinn lifir ekki á
einu saman brauði. Dýrkeypt reynsla margra alda hefur
kent henni það. íslendingar væri ekki sælli þó að kreppa
18. aldarinnar hefði verið höfð að yfirvarpi til þess að
gera þeim Finni biskupi, Eggert Ólafssyni og Jóni Espó-
lín ókleift að semja Kirkjusöguna, Ferðabókina og Ar-
bækurnar. Þjóðin mun skilja, að sú lítilsvirðing, sem
minningu Jóns Sigurðssonar væri sýnd með því að skerða
háskólann frá 1911, taka þaðan einmitt þau fræði, sem
honum voru dýrmætust og nytsömust í baráttunni fyrir
réttindum vorum, — yrði ekki metin í aurum. Þeir menn,
sem gangast fyrir niðurdrepi þjóðfræða vorra, munu
uppskera makleg laun fyrir það undir eins og þjóðin
áttar sig.
I raun réttri er það sjálfsögð afleiðing af afnámi
heimspekisdeildar (kenslunnar í íslenzkum fræðum), að
Ieggja niður háskólanafnið. Sú þjóð, sem á tungu sinni,