Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 160
154
Norræna Uynið
Andvari
að upprunalega hafi Pelasgar búið í landinu, en þá hafi
hinir bjarteygu Akkear brotið það undir sig, en skömmu
eftir Trójustríðið hafi Dórar brotist inn í landið að norð-
an. Svipað er sagt um fleiri flokka. Þessar sagnir koma
vel heim við það, að í Dónárdalnum var norræn menn-
ing komin á mjög hátt stig (bronceöld og byrjun járn-
aldar) um 1500 f, Kr. Sagt er, að þessir norrænu her-
flokkar, sem brutust suður á Grikkland, hafi flutt þang-
að fyrstir manna skildi og spjót, líkt og gerðist á Norður-
löndum, er bronceöld hófst þar, og það voru þeir, sem
fluttu grísku tunguna að norðan.
Eftir öllu þessu að dæma, er það þá norræna kynið,
sem hrundið hefir á stað allri grísku menningunni. A
undan tilkomu þess fóru engar sögur af landinu, en eftir
hana hefst menningin óðfluga upp í hæstar hæðir, her-
mensku og hetjuandi grípur þjóðina, en sagnaritarar,
skáld og hvers konar listamenn gera afrek hennar ódauð-
leg. Norræna kynið á þó ekki nema sinn hluta af frægð-
inni, því þjóðargrundvöllurinn var góður, listfenga vest-
ræna kynið. Þessi kyn hafa blandast fljótlega saman að
miklum mun og bæði unnu þau afreksverkin. En það er
eins og neistinn hafi komið úr norðrinu, er kveikti hinn
mikla vita, sem síðar lýsir um lönd öll, þó forna þjóðin
sje gengin undir græna torfu.
En hvers vegna leið þessi mikla þjóð undir lok? Sí-
feldar borgarastyrjaldir gerðu mikið að verkum, enn
meira takmörkun barneigna, hrein Sturlungaöld og ef til
vill mest, að smám saman hvarf norræna fólkið í kyn-
blendingahafið og ættin spiltist, eftir að höfðingjastjórnin
hvarf og alt lenti í ótakmörkuðu »þjóðræði«.
Makedóníumenn brutust til valda á Grikklandi eftir
orustuna við Chaeronea 338 f. Kr. og síðan tók við hið
■mikla veldi Alexanders mikla. Hvaða menn voru þessir