Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 159
Andvari
Norræna kynið
153
á þeim límum. Qrísku húsin voru ferhyrnd og heimilis-
arinn undir þaki, en vesfræna kynið bygði þá kringlótt
hús og arinn stóð undir beru lofti. Þá má með nokkr-
um rjefti segja, að grísku myndirnar frægu sjeu líkari
norræna kyninu en nokkru öðru, sumar nauðalíkar. Þó
ber þess að gæta, að vestræna kynið er svipað því að
útliti og andlitsfalli. Nokkur upplýsing í þessu máli eru
lágmyndirnar frá Tanagra, sem eru frá fjórðu öld f. Kr.
Þær eru með litum og sýna flestar hárið Ijóst og augun
blá, en eru annars gerðar af mikilli list. Ekki getur þetta
verið skáldskapur eða tilviljun. Meira eða minna af fólk-
inu hefir hlotið að vera þannig og þessi hára og augna-
Iitur hefir listamönnunum þótt fagur, annars hefðu þeir
ekki málað sínar fögru myndir þannig. Mætti af þessu
ráða, að þannig hefðu höfðingjar þeirra litið út. Sofo-
kles segir líka, að konurnar í Þebuborg sjeu fegurstar
grískra kvenna, »hávaxnar og ljóshærðar«. Adamantios
læknir, sem lifði á 5 öld eftir Kr., segir, að þar sem
hellenskt eða íonskt kyn sje nokkurn veginn óblandað,
sjeu mennirnir háir og beinvaxnir, hárið fremur ljóst, varir
mjóar, nefið beint og augun svo lýsandi, að þeir sjeu
fagureygastir allra þjóða. Þá er ekki laust við, að her-
menskuandi Spartverja og harðneskja öll minni á val-
hallarlífið og Aþena á valkyrju. Stjettaskiftingin í Aþenu-
borg, með frjálsbornu höfðingjunum, bændum og þræla-
fjöldanum hins vegar, bendir mjög á fyrverandi sigurveg-
ara og yfirunninn landslýð.
Alt þetta bendir eindregið í þá átt, að nokkur hluti
Grikkja hafi verið af norrænu kyni, þegar herferðin var
farin til Trójuborgar um 1200 f. Kr. og að ættarein-
kennin hafi ekki verið með öllu aldauða 500 e. Kr. En
sjeu nú þetta talin líkindi ein, þá verða þau nálega að
vissu, þegar þess er gætt, að fornar grískar sagnir segja