Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 56
50
Réttarstaða Grænlands að fornu
Andvarí
grænlenska dóma í vígsmálum gilda frekara en aðra sekta-
dóma er þar gengu. Akvæðið sýnir enn fremur, að
grænlenski dómurinn var engan veginn bindandi úrslit
málsins hér á landi, því í málinu hér mátti koma fram
með varnarástæður, t. d, að vígið væri unnið í neyðar-
vörn, er vel gátu hafa legið fyrir grænlenska dóminum,
og verður eigi annað séð en að íslenski dómurinn gæti
tekið þær til greina, þó grænlenski dómurinn hefði hafn-
að þeim. Samkvæmt þessu verður ákvæðið ekki eins
þýðingarmikið og það hefir verið talið, enda mun Græn-
land ekki hafa haft neina sérstöðu í þessu efni. Það mun
t. d. ekki efamál, að Norðmaður, er vegið hafði íslend-
ing í Noregi og orðið sekur þar, hafi einnig verið tal-
inn sekur hér á landi, enda segir í Grg. II. 386: Ef vár
landi verðv veginn erlendis ok verðr vegandi jafn
sekr um víg þat sem á váru landi vævi vegit.
Um þetta ákvæði skal þess að öðru leyti getið, að
þar sem sektin er sett á borð með vorþingssekt, þá
lýtur það að ákvæðum Grg. I. a. 108. Skv. því varðaði
björg manns, er sekur varð á vorþingi, fram að því að
sagt var til sektar hans á alþingi, því að eins við lög,
að sá maður, er björgina veitti, vissi um sekt hans. Sú
regla var auðvitað sjálfsögð, er um sekt samkv. útlend-
um dómi var að ræða.
Akvæði þau, sem hér hafa verið talin, eru öll í Stað-
arhólsbók einni.
4. Grg. II. 90 skv. I. a. 240, 249: Ef maðr tekr fé
á Grönlandi ok skal hann láta virða féit jafnt sem austr
ok fara utan á því skipi, sem fyrst fer. Hér er um það
að ræða, að maður taki arf til úthafnar í Grænlandi, og
er það látið fara eptir sömu reglum og giltu um Noreg.
5. í Grg. II. 71, I. a. 244, II. 94 eru ákvæði um
brigð fjár manns, er horfið hefir. Má brigða það, ef ekki