Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 171
Andvari
Uppruni lisla
165
fróðir menn segja um upphaf lista, áður en vikið er
sérstaklega að listum' Hellena.
Cicero segir það um bókmentir, að þær þroski ung-
mennið og gleðji gamalmennið, prýði meðlætið og veiti
athvarf og huggun í mótlætinu1). En þetta á eigi síður
heima, þar sem um listir er að ræða. Þar eigum vér
mikinn heim og fagran, er vér hverfum til, þá er oss
er vant næringar fyrir anda vorn, eða oss er nauðsyn á
gleði fyrir sorgmæddan og þreyttan hug, þá er vér vilj-
um prýða og auka velgengni vora og þá er vér þráum
skjól fyrir næðingum lífsins og huggun í harmi vorum.
Þetta veitir heimur listarinnar oss og sú gleði, er vér
njótum þar, er svo hrein, að skilningargleðin ein er
hreinni. Þetta eðli hafa listir jafnan haft og þá eigi síð-
ur í upphafi og meðan þær voru í bernsku en þá er
fram liðu stundir og þær náðu meiri þroska, og er sú
ástæðan, að listin er hold af holdi lífsins og blcð af
þess blóði. Hún er ein grein á hinum mikla meiði lífs-
ins. Því verður að leita að upphafi hennar í daglegu
lífi þeirra þjóða, er vér þekkjum elztar, eftir því sem
heimildir vinnast til, og í daglegu lífi þeirra manna, sem
enn eru skammt komnir á menningarbrautinni. Verða þá
fyrst fyrir oss börnin. Þau eiga jafnan afgangs forða og
fyrningar af kröftum og verja þeim auði sínum til leiks.
Schiller nefnir þetta munað kraftsins (Luxus der Kráfte).
Þá kemur villimaðurinn. Þegar hann er afþreyttur orð-
inn og þarf eigi á ný í orustu, þá verður afgangur af
kröftum hans. Og þá fer honum sem börnunum að hann
leikur sér. En þar er leikurinn sem jafnan í morgunsári
menningarinnar beinlínis í þjónustu lífsþarfarinnar. Þegar
1) Litterarum studia adolescentiam alunt, seneclutem oblectant,
secundas res ornant, adversis perfugium ac solatium præbent.