Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 15
Andvari
Torfi Bjarnason
13
uramtsins og af samskotum Húnvetninga.1) Þeir sem
þektu Torfa, geta getið sjer nærri með hversu mikilli
alúð, ósjerplægni og dugnaði hann hafi stundað nám sitt.
Má og eins og áður er aðvikið fullyrða að hann á þess-
ari Skotlandsferð hafi lagt grundvöllinn undir alt fram-
tíðarstarf sitt. Og það var ekki líkt honum að hlaupa frá
hálfgerðu verki. Munu honum því hafa orðið það nokkur
vonbrigði er ekkert varð úr fyrirmyndarbúinu nyrðra.
Má sjá það á brjefum er hann ritar frá Skotlandi og
áður er getið, að hann hefir verið búinn að hugsa mikið
um hverjar leiðir mundu vera færastar til þess að lyfta
búnaðinum og auka mentun og menning bændanna, og
get jeg ekki stilt mig um að setja hjer niðurlagið á
fyrsta brjefinu.2) »]eg ætla nú ekki að þreyta þig lengur
á þessum pistli og enda hann með þeirri ósk, að þegar
þú ert orðinn bóndi og gengur í búuaðarfjelag, þá reynir
þú til að . gera sjálfum þjer og fjelögum þínum skiljan-
legan tilgang búnaðarfjelaganna, sem er að kveikja og
glæða lifandi áhuga á öllum framförum og endurbótum
í búnaðinum og verja jafnskjótt efnum fjelagsins til ein-
hverra starfa, svo að dálítið verði ágengt á meðan áhug-
inn, sem reisti fjelagið á fætur, er í ungdómsfjöri, svo
hann styrkist og festi dýpri rætur, annars dofnar hann
og deyr út, og fjelagið fellur á knje eða fer öldungis
flatt. Heita verðlaunum ef mögulegt er, — fyrir besta
búnaðarrit, til að hvetja menn til að hugsa og til að út-
breiða þekkingu, — fyrir bestu aðferð við þúfnasljettun
og aðra túnrækt, sem sje sýnd í verkinu á tilteknum
bletti og sönnuð með skýrslum um kostnað og afrakst-
ur; — fyrir besta matjurtarækt, er sá hljóti er sannar
1) Lýsing íslands IV. bls. 426.
2) Ný Fjelagsril XXV. árg. bls. 18—19.