Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 44
38
Réttarstaða Grænlands að fornu
Andvari
Grænlands lokið. Henni mun lokið um árið 1000.
Þrándur sýnist hafa horfið aptur frá Grænlandi.1)
Landnámið á Grænlandi virðist hafa gjörst með lík-
um hætti og landnámið á Islandi á sínum tíma. Land-
námsmennirnir hafa numið nokkuð stór svæði, heila firði,
meira land en þeir gæti sjálfir búið á, og hafa síðan
selt eða gefið förunautum sínum, eða öðrum er síðar
komu, land í landnámi sínu. Ari fróði getur þess, að
landnámsmennirnir fundu manna vistir bæði austur og
vestur á landi, og keiplabrot og steinsmíði, það er af
má skilja, að þar hafi þesskonar þjóð farið, er Vínland
hefir bygt og Grænlendingar kalla Skrælingja2) Af þessu
virðist mega ráða, að þeir hafi komið að landinu óbygðu.
Þó hafa sumir talið, að Skrælingjar hafi setið fyrir í
landinu, er Islendingar komu þangað.3) En hvernig sem
því kann að hafa verið varið, þá er það víst, að Skræl-
ingjarnir hafa verið svo fámennir og veikliðaðir, að þeir
hafa enga mótspyrnu getað veitt landnemunum, og að-
staða þeirra hefir í því efni verið jafnauðveld og þeir
kæmi að óbygðu landi.
Sagan um fund Grænlands og byggingu hefir verið
rakin hér nokkuð nákvæmlega, af því, að af henni má
margt ráða, er máli skiftir um afstöðu landsins til ann-
ara landa.
Fyrst og fremst er það ljóst, að miði menn nýlendu-
hugtakið við það eitt, að flokkur manna af tiltekinni
þjóð taki sér bólfestu utan heimalandsins, þá er Græn-
land íslensk nýlenda. Island lagði til allan þorrann af
landnemunum á Grænlandi. Próf. Finnur jónsson hefir
1) Fornms. VI. bls. 190—191, Grl. hist.Mindesm. 11. bls. 626—629.
2) íslendingab. 6/9.
3) Nansen: Nord i tákeheimen bls. 344 o. þ. e.