Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 174
168
Uppruni lista
AndvarS
sögunni, að vér sém sérstakur tilvistarhluti, hafinn yfir
þau lögmál, sem aðrar skepnur lúta. Nú veit það hver
maður, að vér erum úr hópi spendýranna og eigum að
baki oss sama feril þrauta og þroska sem þau. Munur-
inn á oss og hinum öðrum spendýrum er sá helztur,
að vér höfum þroskaðri hönd en þau og stærri og
þroskaðri heila.
Þess var fyr getið að rætur listar væri jafnvel eldri>#
en mannkynið og uppruni lista jafngamall því. Fyrir því
væri leyst úr spurningunni um aldur listar og listaverka,
ef auðið yrði að finna aldur mannkynsins. Það er mjög
erfitt, en þó vita menn ýmsa hluti, sem hafa orðið á
undan upphafi mannanna, og má því gera sér allsenni-
legar getgátur um aldur þeirra.
A einum stað í ómælisvíðu rúminu voru margar smáar
agnir, þær toguðu hver í aðra með ásköpuðu aðdráttar-
afli, en allar voru jafnar og hélzt því afstáðan. En á
einum stað vildi þó svo til að tvær agnir voru nálægt
hvor annari og var önnur hótinu minni. Hin dró hana
að sér og þær urðu að meiri máttarstoð en hinar aðrar
og tóku þá að draga að sér fleiri. Þær skipuðu sér í
knattarlögun og stækkaði nú sá knöttur óðfluga, en
ógrynni af smáögnum dróst að með miklum krafti. Þegar
þær skullu á knöttinn kom fram hiti og þegar þær
stefndu ekki þráðbeint í miðju heldur ýttu skáhallt á,
þá tók hnötturinn að snúast. Enda varð nú svo mikill
hiti af öllum þeim árekstri, sem hér varð, og af snún-
ingnum, að allt varð að gasi glóanda. Og þá er glóða-
feykir þessi hafði safnað að sér úr geiminum öllu því, er
hann náði til, þá var hann orðinn svo stór að hann náði
víðar en sólkerfi vort nær nú.
Þessi glóandi skopparakringla snerist nú öld eftir öld
og aldatug eftir aldatug í djúpi himinsins. Nú urðu engir