Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 163
Andvari
Norræna líynið
157
norræna kynið blandaðist og hvarf, er tímar liðu, hnign-
aði þó öllu, og að lokum brutu aðrar germanskar þjóðir
landið undir sig.
Jeg hefi nú tekið þau tvö dæmi, sem næst voru hendi
og allir þekkja, Grikki og Rómverja, en víðar verður
sagan svipuð og víðar gægjast bláu augun og bjarta
hárið út úr myrkri liðinna alda.
Trójumenn þekkja allir úr Ilionskviðu. Þeir virðast
hafa staðið Grikkjum því sem næst jafnfætis að hreysti
og menningu. Hvaða menn voru þetta? Schliemann gróf
borgina upp og fann ekki minna en 8 borgarlög, hvert
ofan á öðru. I elsta laginu, sem líklega er frá 2500—
2000 f. Kr., fann hann byggingar með norrænu sniði,
og í næstelsta laginu, hinni miklu Trójuborg, sem Grikk-
ir unnu, sambland af norrænni og vestrænni menningu,
svipað og fundist hefir í Mykene og Tiryns í Grikklandi.
t>að lítur svo út, sem þar hafi einnig verið norrænir
höfðingjar, en landslýðurinn vestrænn. Grikkir tala og
um þá sem jafnoka sína að stærð og hreysti. Það hafa
þá verið norrænir víkingar, sem börðust í báðum flokk-
um í Trójustríðinu, og ekki að undra, þó aðgangur þeirra
•yrði langur og strangur. Annars bera yngri borgarrústir
í Tróju vott um nýjan innflutning að norðan.
Súmerar. Það eru engin undur, þó norrænir menn
hafi brotist suður til Trójuborgar um 2000 f. Kr., ef því
má trúa, sem H. K. Giinther heldur fram, að þeir hafi
brotist suður í Mesopotamíu 5000 árum f. Kr. og gerst
höfðingjar Súmera, þjóðarinnar, sem bygði Babylon og
lagði grundvöllinn að allri Babelmenningunni, fann fleyg-
letrið, tölurnar, gott kerfi fyrir vog og mál, stjörnufræði
o. fl. Menn vita, að Forn-Súmerar voru ekki Semítar,
enn fremur að hið óbeygða mál þeirra er bæði með
mörgum indo-europeiskum blendingsorðum og annars