Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 37
Andvari
Réttarstaða Grænlands að fornu
31
Hreiðars.1) Sé þar átt við Kráku-Hreiðar landnámsmann
í Skagafirði, ætti Gunnbjörn eftir því að hafa verið ís-
lenskur maður. En ættfærsla þessi fær ekki staðist tím-
ans vegna, því þeir Hreiðar og Gunnbjörn munu hafa
verið samtímamenn og sennilega á Iíkum aldri, enda mun
þetta vera misskript ein í handritinu, Ulfsson kráku,
Hreiðarssonar orðið Ulfsson, Kráku-Hreiðarssonar. Ulfs
er heldur eigi getið annarsstaðar meðal barna Kráku-
Hreiðars.2)
Líklegt er, að Gunnbjörn hafi verið á landnámsferð
hingað, er hann sá skerin. Að vísu er hann ekki talinn
með landnámsmönnum í Landnámu, en vel má vera, að
hann hafi sest að hér á landi þrátt fyrir það, enda ílend-
ust nánir ættmenn hans hér á landi. Synir hans tveir
námu land við Isafjarðardjúp og jóku þar kyn sitt. Var
annar þeirra Halldór, afi Þormóðar Kolbrúnarskálds.3 4)
Grímkell bróðir Gunnbjarnar nam land á Snæfellsnesi.-1)
Eins er alt óvíst um orsakirnar til brottfarar Gunnbjarn-
ar úr Noregi, hvort hann hafi farið þaðan fyrir sakir of-
ríkis Haralds konungs eða af öðrum sökum. Ðjörn á
Skarðsá telur í Grænlandsannálum sínum,5) að Gunn-
björn hafi komið hingað til lands næstur Garðari Svaf-
arssyni. Hvaðan Björn hefir haft þá sögu, vita menn
ekki, og fær hún eigi staðist. Allar líkur benda til þess,
að Gunnbjörn hafi komið út ekki fyr en um 910,6) ef
til vill seinna.
1) Landnáma II. 8 bls. 86.
2) Landnáma III. 7, bls. 192.
3) Landnáma II. 29, bls. 150.
4) Landnáma II. 8, bls. 86.
5) Gr!. hist. Mindesm. I. bls. 88.
6) Grímkell bróðir hans getur eigi hafa komið út hingað fyr en
seint á landnámsöld, því hann rekur Saxa Alfarinsson brott af