Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 202
196
Isaldarmenjar og forn sjávarmörk
Andvart
eitt sjávarmál að ræða, og styrkist sú skoðun við athug-
un á gömlum fjörumörkum í Skagafirði.
Frá æsku minni man jeg eftir þrem greinilegum sjá-
varmörkum fyrir utan og neðan Flatatungu. Efst er svo
nefnd Litlabrekka, það er samanhangandi melbarð á all-
löngu svæði, en þar sem það er ekki breitt, mun sjór-
inn hafa staðið skamma stund svo hátt. A að giska
6 m. neðar er allstór flatur melur með gnúðu hnullunga-
grjóti. Að norðan og vestan takmarkast þessi melur af
brattri brekku, er gengur í boga frá norðaustri til suð-
vesturs. Brekka þessi er löng, svo sem nafn hennar
sýnir, hún heitir Langabrekka. Vestan við hana taka við
flatir berjamóar. Undir jarðveginum þar er einnig vatn-
núið hnullungagrjót. Móar þessir takmarkast að vestan
af farvegi Hjeraðsvatna, en að norðan af Norðuráreyr-
um. Norðvesturtangi mósins heitir Herpistangi, og mundi
jeg áætla hann svo sem 8 m. hærri en eyrarnar þar
fyrir norðan og vestan. A korti herforingjaráðsins danska
er hæðamælingastaður einmitt á þeim stað, er Herpis-
tanginn á að vera, og er sennilegast, að hæðin eigi við
hann, hann er þá 69 m. yfir sjó. Herpistanginn er ekki
sjálft sjávarmarkið, heldur nyrstu leifar af þeim grjót-
eyrum, sem Hjeraðsvötnin hafa myndað innan við fjarð-
arbotninn í þá daga. Sjávarmarkið hefir því verið nokkru
lægra. Kúskerpismelar, sem eftir sama korti liggja í
rúmlega 60 m. hæð, munu vera leifar af sama sjávar-
marki. Eftir þessu hefir hið neðsta af þessum fjörumörk-
um, Herpistangasjávarmarkið, verið í hjer um bil 65 m.
hæð, Langabrekkusjávarmarkið í 85 m. hæð, en Litlu-
brekkusjávarmarkið í 91 m. hæð, og er þá alstaðar átt
við malarbrúnirnar, eða efri takmörk hvers sjávarmáls.
Það þarf varla að taka það fram. að hæð síðarnefndu
sjávarmarka er ágiskan, sem líklega er þó ekki fjarri