Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 154
148
Norraena l<Ynið
Andvari
að telja ættir nútíðarmanna til þessara fornmanna, sein
sumpart voru langhöfðar, sumpart stutthöfðar líkt og nú.
Hvort sem nú þessir íturvöxnu veiðimenn hafa fylgst
með hreindýrunum norður á við, er ísaldarjöklar þiðnuðu,
eða ekki, þá vita menn fyrst með vissu um norræna
kynið löngu síðar, þegar yngri steinöld hefst í Danmörku
um 2500 árum f. Kr. Steinaldarfólkið danska var þá all-
hávaxið, bæði langhöfðar og stutthöfðar, og hafði náð
mikilli menningu. t>að hafði húsdýrarækt (geitur, kind-
ur, svín og kýr), kunni til akuryrkju (hveiti, bygg), gerði
sjer margvísleg fægð vopn úr tinnu og trje, gerði leir-
ker, hafði fasta bústaði og bygði sjer hús. Það kunni og
til fiskiveiða og gerði sjer eintrjáningsbáta. Höfðingja
sína jarðaði það í »]ettestuer«, í neðanjarðarskálum, sem
gerðir voru úr björgum. Um hára- og augnalit þess
fólks vita menn ekki með vissu, en aftur er það víst,
að broncealdarfólkið í Danmörku (um 1200 f. Kr.) var
bláeygt og ljóshært, því hár hefir fundist í fleiri líkkist-
um frá þeim tíma og það var mjög Ijósgult. Nú virðist
ekki kyn yngri steinaldarmanna hafi verið verulega
frábrugðið broncealdarmönnum og því líklegast, að nor-
ræna kynið hafi búið á Norðurlöndum frá því 2700 f. Kr.
Sennilega hefir það fólk verið ljóshært og bláeygt, sem
flutti í byrjun yngri steinaldar að sunnan. Um eldra
steinaldarkynið, sem lifði á ostrum og skelfiskum og ljet
eftir sig alla skeljahaugana, sem finnast víða í Dan-
mörku, vita menn lítið, því grafir þess hafa ekki fundist.
Eina húsdýr þess var hundurinn. Þeir kunnu ekki að
fægja tinnu og kunnu ekki til akuryrkju. Fólk þetta var
víst fremur lágvaxið, Það lifði víðs vegar með ströndum
Danmerkur, í Suður-Svíþjóð og Suður-Noregi o. v.
Vngra steinaldarfólkið bygði alla Danmörk, alla Svíþjóð
sunnan til og mikið af Noregi.