Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 173
Andvari
Uppruni lista
167
kyniuin er innrætt löngun til að falla vel í geð. Eðlis-
iögmálið hlunnfer með þeim hætti einstaklinginn og fær
hann til þess að leggja út í það basl, sem er samfara
viðhaldi kynslóðarinnar. En löngun þessi kennir þeim að
skreyta sig með ýmsum hætti til þess að vekja eftirtekt
á sér og ganga í augun og verða bæði kyn með vax-
andi þroska listamenn í þessu. Eru íþróttir og líkams-
æfingar meðal þeirra aðferða sem notaðar eru, og eru
þá þessar tvær rætur listarinnar fléttaðar saman.
Þessi þátturinn er eigi síður áskapaður mönnum en
hinn, enda eru báðir svo samtengdir lífinu, að þeir finn-
ast hjá miklu andlausari dýrum en maðurinn er. Lambið
leikur sér, kálfurinn, folaldið, ketlingurinn og hvolpurinn
leika sér. Og eðlið sjálft prýðir skepnurnar um ástatím-
ann, áður en þær hafa ljósa meðvitund um það, eða
þekkja fegurðarlöngun sína; dæmi: hornsíli klæðast lost-
fögrum litum, að minnsta kosti hængurinn; andarblikar
eru margir með einkennilegu litskrúði. Þessi dæmi nægir
að nefna, en mörg eru fleiri til svo sem ástasöngvar fugl-
anna á vorin o. m. fl.
Þessar rætur standa því báðar svo djúpt, að þær eru
vöggugjöf allra dýra og miklu eldri sennilega en mann-
kynið. Hjá mönnum er þessi viðleitni að fegra leik sinn,
sjálfan sig og líf sitt jafngömul mannkyninu. En enginn
kann frá því að segja, hversu langt er síðan hún krafði
manninn listaverka, er væri sjálfstæð. Þó er víst að það
hefir verið örófi vetra áður en sögur hefjast. Mann-
kynssagan, sem kölluð er, getur því eigi sagt oss um
hin elztu listaverk, né um aldur mannkynsins. En sam-
anburður á tungum þjóðanna bætir miklu framan við
vanalega mannkynssögu og slíkt hið sama og einkum
þó fundnir hlutir og steingjörfingar.
2. Nú er sú sjálfstilbeiðsla mannanna fyrir löngu úr