Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 85
Andvari
Háskólinn
79
einkunn hljóta. Enginn má ganga tvisvar undir próf
þetfa. Stúdent, sem náð hefur lágmarkseinkunn, en ekki
fengið rúm í deildinni, getur komizt að þegar rúm losn-
ar, ef ekki koma nógu margir nýsveinar með hærri
einkunn.
Þetta myndi þykja hart lögmál. En benda má á, að
svipuð samkepnispróf eru til annarsstaðar, og þykja gef-
ast vel. Og það gæti ráðið bót á verulegum annmörk-
um. Það kæmi í veg fyrir óþarfan kandídatafjölda, spar-
aði þjóðinni bæði fé og krafta. Það kæmi í veg fyrir,
að maður legði fyrir sig nám, sem hann væri allsendis
óhæfur til. Nú eiga háskólakennarar ekki kost á að
bægja mönnum frá prófi fyr en eftir 4—5 ára nám. Til
þess þarf hart hjaria, enda er ég viss um, að kennarar
hafa oft látið menn hafa próf til þess að gera þeim ekki
ónýt svo mörg námsár og jafnvel til þess að losna við
lélegan nemanda, sem viss væri að sitja enn í deildinni
2—3 ár, án þess að taka verulegum framförum. Með
þessu fyrirkomulagi gæti stúdentinn horfið frá háskólan-
um (eða reynt í annari deild) eftir eitt ár, sem meira
að segja hefði dubbað hann til cand. phil. — Um
prófið gerði hver deild ákvæði fyrir sig, svo að meir
reyndi á gáfur þær, sem til hvers náms þarf, en þekk-
ingu. Veit ég, að engin vandkvæði eru á því að semja
skynsamlegar reglur um slík próf.
Með þessu væri háskólinn aftur kominn í það heil-
brigða horf, sem ráð var fyrir gert 1911. Hann gæti að
mestu leyti fullnægt þörfum þjóðarinnar á embættismönn-
um í fjórum greinum. Honum hætti ekki við að fyllast
um of í neinni grein, þó að stúdentatalan yxi. Og þó að
stúdentsmentunin yrði yfirleitt lakari en áður var, myndi
með þessu fyrirkomulagi af háskólans hálfu vera gert
það sem hægt væri til þess að velja hæfustu nemendur,