Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 165
Andvari
Norræna kynið
159
ur yfir afskaplegar torfærur, þó sennilega sjeu engar
sagnir um hann lengur.
Indar. í samanburði við allan flæking Tokaraþjóðar-
innar er það ekki að undra, þó norrænar þjóðir kæm-
ust austur á Indland. Menn vita, að Indar brutust suður
á Indland um 2000 árum f. Kr., komu að norð-vestan
og brutust til valda. í fornum ritum er þeim lýst svo,
að þeir hafi verið miklir vexti, hvítir og nefið fagurt, en
landslýðurinn lítill, svartur og nefsmár (anása). Þeir komu
á fót indversku stéttaskiftingunni, líklega til þess að halda
sínu kyni hreinu og forðast kynblöndun. Eftirtektarvert
er, að orðið »varna« (stjett) þýðir litur, og bendir það
til þess, að flokkað hafi verið eftir hörundslit. Þeir gerð-
ust að vísu miklir menningarfrömuðir í landinu, en þegar
langir tímar liðu, blönduðust kynin, þrátt fyrir allt, og
norrænu einkennin hurfu smám saman. í>ó er það svo
enn, að hærri stjettir Indlands eru miklu ljósari á lit en
almenningur, og andlitsfall er oft líkt norræna kyninu,
þó yfirleitt sje indverska þjóðin margvíslegur blendingur
alls konar kynstofna.
Þessi dæmi aftan úr öldum verða að nægja, og er þó
margt eftir skilið. Vjer snúum nú aftur til norrænu þjóð-
anna í Norðurálfunni.
Keltar. Á síðari hluta broncealdar var fólkið í Dónár-
dalnum og umhverfis hann mikil menningarþjóð. Það
sýna hinar miklu fornleifar, sem kendar eru við Hall-
statt, og eru frá tímanum um og eftir 1000 f. Kr. Þá
var þar hástig broncealdarmenningar og járnöld að byrja,
og að sjálfsögðu hefir þessi menning verið þá margra
alda gömul. Hvaða fólk bygði þá Dónárdalinn? Það voru
langhöfðar og nauðalíkir Germönum, sem fundist hafa í
raðagröfunum (Reihengráber) frá þjóðflutningatímunum