Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 90
84
Háskólinn
Andvari
fræðslu almennings. Er ekki átakanlegt að hugsa sér,
að bókmentir vorar eftir 1400 skuli vera svo órannsak-
aðar, að ekki verður komið upp yfirliti yfir þær handa
alþýðuskólum ? Kenslan í íslenzkri bókmeníasögu nemur
staðar 500 árum aftur í tímanum. Hér vantar ekki áhuga
á þjóðlegum fræðum meðal almennings. Engin fræðsla
er betur þegin. En það er alþýðukennurum um megn
að sækja efni þeirrar fræðslu í skjöl og handrit. Vís-
indamenn og rithöfundar eru þar nauðsynlegir milliliðir.
En þjóðleg mentun hefur sjaldan verið oss nauðsynlegri
en nú sem gagnvægi móti erlendri gelgjumenningu. Sá
styrkur og sú leiðbeining, sem þjóðinni gæti verið að
slíkri mentun á erfiðum tímum, verður varla metið til fjár.
Nafnið heimspekisdeild er flutt til Danmerkur frá
Þýzkalandi, og síðan hingað, eins og fleira. Það hefur
aldrei verið heppilega valið.1) Það á hvergi vel við, og
sízt hér, þar sem hvorki er hugsanlegt né æskilegt, að
vér kennum í þeirri deild líkt því eins margar greinir
og aðrar þjóðir. Ef vér breyttum nafni og kölluðum
hana Þjóðfræðadeild eða Fvæðadei[d, væri stefnt beint
á tilgang hennar og síður hætt við, að hún kæmist á
glapstigu. Hlutverk þessarar deildar væri það. sem vér
bæði getum og erum skyldir til að gera: að rannsaka
mál, bókmentir, menningu og sögu Islendinga fyr og
síðar.2) Þessa deild mætti efla stórum með litlum kostn-
aði, ef kvaddir væri þar til aukakennara fræðimenn úr
hóp starfsmanna höfuðstaðarins (skjalaverðir, bókaverðir,
1) Á Frakklandi eru slíkar deildir nefndar Faculté des lettres
(eða aits), á Englandi Faculty of arts eða Facutty of litteræ hu-
maniores (Mannfræðadeild), og er það reyndar bezta nafniö.
2) Æskilegt væri að sjálfsögðu, að íslenzk náttúruvísindi ælti
líka athvarf við háskólann. En áður en vér færurn út kvíarnar
verður að sjá því nokkurn veginn borgið, sem fyrir er.