Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 108
102
Þrætan um Grænland
Andvari
byggingar á verslunarstöðvunum; enda var »landstjóri«
þá skipaður yfir Grænland. En til þess að flýta fyrir
vexti og viðgangi þessarar nýlendu, sem Danir hafa svo
kallað, voru tíu glæpamenn teknir úr dönskum fangels-
um og jafnmargar vændiskonur, sem giftar voru svo eptir
hlutkesti — og síðan voru öll hjónin send til Grænlands.
Enn fremur var nokkur liðsafli sendur með foringjum og
útbúnaði til vígis eða varðstöðvar, með 12 fallbyssum,
sem átti að setja þar upp. Loks voru og sendir þangað
hestar, sem ríða átti yfir ísana í uppgötvunarferðum um
strandirnar. Liðsmennirnir voru flestir giftir og höfðu
fjölskyldur sínar með sjer. En allur þessi leiðangur kom
að litlum notum. Hestarnir drápust, hegningarfangar og
leiguliðsmenn höguðu sjer, bæði sín í meðal og gagnvart
yfirboðurunum svo, að af því urðu mestu vandræði. Söfn-
uður þessi týndi tölunni tugum saman á fyrsta ári af
alls konar harðrjetti og illum aðbúnaði og varð þannig að
engu þessi einkennilega tilraun dönsku stjórnarinnar til
þess að stofna nýlendu á Grænlandi.
Ásamt með þessu ætti að geta þess, að svo virðist
sem það sje algengt álit í Danmörk, að varðveisla Skræl-
ingja gegn útlendum viðskiptum, annara en Dana, sje
megintilgangur þeirra með strandabanninu. Og er það
einmitt nú eptirtektarvert, að talsverð hreifing virðist vera
orðin í þá átt að líkna bjargarlausum Skrælingjum, eptir
blöðunum að dæma, síðan samningatilraun hófst milli
Dana og Norðmanna um ríkisrjettinn yfir Grænlandi.
Nýlega hefur og verið haldinn fyrirlestur í Höfn um
»siðaða Skrælingja*, sem vakið hefur allmikla eptirtekt.
Að »varðveita Grænland fyrir börn landsins« á með
öðrum orðum að vera skýring og rjettlæting ástandsins
í hinni gömlu íslensku nýlendu og þess banns, sem
hindrar þjóðirnar frá viðskiptum við landið. Eptir sarnn-