Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 129
Andvari
Nokkur orð um sjófiskaklak
123
verða til aukningar fiskstofni landsins í heild sinni (ef
um einangrað land, eins og Island er að ræða) og á
einkum að bæta upp það tjón, er áin sjálf getur gert á
náttúrlegu klaki og á seiðunum, sem í henni fæðast upp.
S/jaíZ-klakið í Bandaríkjunum, þykir bera ágætan árang-
ur og svipað má víst segja um laxa- og silungaklakið í
ýmsum löndum, beggjamegin Atlantshafs, og nýlega hefir
danskur fiskalíffræðingur, Dr. A. C. Johansen látið uppi
hið sama álit á laxaklaki á Jótlandi. Annars þykir árang-
urinn öruggastur, ef seiðunum er ekki slept fyrri en
þau eru hálfsárs gömul og því betur hæf til þess að
bjarga sjer1)-
Þegar um sjófiskaklak er að ræða, verður útkoman
eigi lítið á annan veg. Fyrst og fremst eru hin nýút-
klöktu seiði, hverrar tegundar sem eru, mjög smá og
þróttlaus, og þar sem mergðin er svo mikil, er engin
leið til að halda þeim á klakstöðinni nema örfáa daga,
meðan þau eru að eyða »nestinu«. Það verður því að
sleppa þeim út í firði og sund eða út á rúmsjó, en þar
tekur við 3—4 mánaða sviflíf, 3: þau lifa við yfirborð
sjávarins eða mjög nærri því (eins og egg og seiði frá
náttúruklakinu), og eru allan þann tíma á valdi strauma
og storma og geta borist langar leiðir frá klakstöðvun-
um, sífelt undirorpin eftirsókn fiska (t. d. síldar, sand-
sílis, ufsa o. fl.) og fugla (hvítfuglsins ofan að, svart-
fuglsins neðan að) og leita ef til vill athvarfs undir mar-
glyttum, þangi, spýtum eða öðru rekaldi. Seiðum, sem
er slept nærri ströndum, er hætt yið að reka npp í
fjörur í álandsstormum og farast þá unnvörpum, og í
heild tekið týna þau afskaplega mikið tölunni á þessu
1) C. V. Otterström, Danmarks Fauna, Fisk I., bls. 34, Köben-
havn 1912.