Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 17
þangbrennslu.
13
Með sinni aðferð segist hann fá að meðaltali 57 0 o eða
næstum þrjá fimmtunga af levsanlegum efnum, ogerþað:
matarsalt..............
sóda...................
klórkalíum.............
brennisteinssúrt kalí..
fetta munar ekki litlu, og er þó mest í það varið, að
hann fær mest af því efninu sem dýrast er, klórkalíum,
nær helmingi á við liitt allt. Pellieux hefur þó ekki
fyrir því, að greina þessi sölt í sundur; hann þykist
ekki geta staðið sig við það vegna Stassfúrtnámanna.
Hann gerir ekki annað en leysir joðsöltin úr öskunni
með vatni og selur svo hitt til áburðar.
í frönskum landshagsskýrslum er svo frá sagt, að
í hjeraðinu Finistére lifi 5000 heimili á þangbrennslu.
í>að verður á við helming iandsbúa á íslandi, og muuar
um það sem minna er.
Á Englandi skilja joðgerðarmenn þar á móti á
milli saltanna úr öskunni, eða hafa að minnsla kosti
gert það til skamms tíma. Hitinn í brennsluofninum
er svo mikill, að askan bráðnar, og verður að harðri
köku ; hún er blágrá eða grængrá að lit og mjög hörð.
Til þess að hægra sje að mylja hana, stökkva menn á
haua vatni meðan hún er heit; þá springur hún öll í
köggla, og þannig er hún send í verksmiðjurnar. pýzkur
efuafræðingar, sem heitir Lunge, fjekk fyrir nokkrum
árum að sjá stærsta joðgerðarhúsið í Glasgow. í lýsingu
hans er skýrt frá hvernig þar er farið að sía söltin úr
öskunni, og að lokum að ná úr henni sjálfu joðinu.
Eigandinn heitir Patterson. Hann eyðir 20—24 milj-
ónum punda af ösku til joðgerðar á ári. Öskuköggl-
annr eru baiðir í sundur með járnsleggjum og mylsnan
látin í tuttugu járnkassa, sem standa í röð. Nú er
hellt vatni á yzta kassann og látið standa þar nokkra