Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 50
46
Sólin
skilyrði fyrir breyiingum, viðlialdi og framförum.
Kraptarnir eru bundnir \ið efnin og hvorugt er
liægt að hugsa sér án hins; eiginlegleikar hlutanna
eru komnir undir þeim kröptum, sem í þeim verka og
vér skynjum tilveru hlutanna að eins á þeim öflum, sem
í þeim eru. Mismunurinn er mest kominn undir því,
hvernig vér skynjum öflin eða skiljum og hvernig tauga-
kerfi því er vaiið, sem þau verka á. Jpegar viss sterkur
tónn er sunginn inn að hljómbotni á góðu hljóðfæri
(t. d. fortepíanói), þá svarar viss strengur frá liljóð-
fæiinu með sama tón, hækki söngurinn þá svara
aðrir strengir en binir fyrri þagna o. s. frv. Kaddbönd
mannsins, sem sýngur, framleiða við hvern tón vissan
bylgjufjölda í loptinu, en við það hreyfist sá strengur,
sem stilltur er til þess einmitt að hljóma með sama
bylgjufjölda, hækki tónninn svara þeir strengir sem
hærra eru stilltir. Eins er með áhrif náttúrunnar á oss,
sjóntaugarnar, heyrnartaugarnar og aðrar taugar í mann-
legum líkama eru eins og ýmislega stilltir strengir, sem
samsvara vissum hreyfingum tilverunnar, og hljóma
hver á sinn hátt, þegar þeir eru slegnir eða snertir.
Af þessu, sem nú hefir veiið nefnt um stund má
sjá að það er eiginlega sólin, sem er uppspretta krapt-
anna hér á jöiðunni og að hún kemur á stað öllum
efnabreytingum og er skilyrði fyrir öllu lífi, ummyndun
og hringferð efnanna. Ef vér t. d. á vordegi lítum á
sjóinn kyrran og fagran og sjáum sólargeislana glitra á
yfirborði vatnsins, hvað er þá þeirra verk? Geislarnir
smjúga gegnum vatnið, liitinn breytist í vinnuafl og
fjarlægir frumagnirnar hverja frá annari? uppafsjónum
stíga vatnsgufur og breiðast út um loptið. |>egar þær
koma hátt upp, þéttast þær af kuldanum, þokan skríður
fram með fjallabrúnunum og gróðrarskúrir falla niður
um hlíðar og byggð, af því myndast lækir og ár, sem
mola steindust úr klettuuum og bera það niður frá