Andvari - 01.01.1882, Side 103
jarðskjálfta.
99
1845. Heklugos, sem byrjaði 2. september; á undan
því, og við byrjun þess, fundust lítilfjörlegar
landskjálftahreyfingar; þær náðu hér um bil 6
mílur til suðvesturs frá Heklu, en að eins 2 til 3
mílur til norðausturs. Auk þess fundust jarð-
skjáiftakippir við og við, á meðan á gosunum stóð.
Á þ>úfu á Landi fundust tveir kippir 4. október
kl. 6 e. m.; tveir aðrir um nóttina eptir, og lítill
kippur nóttina milli liins 8. og 9. Nóttina milli
hins 12. og 13. október fannst jarðskjálfti í suð-
vestur frá Heklu, á Kirkjubæ, við Hróarslæk og
á |>úfu. Frá því 11. til 18.janúar 1846 fundust
og kippir á ýmsum stöðum; 2. febrúar kl. 6 e. m.
á Kaldbak við Ytri-llangá; 17. febrúar fannst og
jarðskjálftakippur á J>úfu um aptureldingu, og
annar um hádegi; þeir hristu húsogbyrjuðu með
miklum þyt; daginn eptir fannst svo harður kippur,
að brakaði í hverju tré. Um morguninn 23. febrúar
milii kl. 5 og 6, fundust smáar hræringar á Stóra-
Núpi við J>jórsá; 5. mars fannst jarðskjálftakippur
á Stóra-Núpi, Ólafsvöllum og Hjálmholti, 4. apríl
kl. 8—9 f. m. á Stóra-Núpi, og þar aptur hinn
18. 3. maí fannst enginn jarðskjálfti á Stóra-
Núpi, en þó í Arnarbæli og í Hjálmholti, líka í
Krísuvík, Kefiavík og Iteykjavík; á falli hluta
mátti í Reykjavík sjá, að hreyfingin kom frá
austri. 4. maí fannst jarðskjálftakippur á sjó fyrir
utan Vatnsnes á skipi, sem var á ferð frá Keflavík
til Reykjavíkur, og héldu skipverjar í fyrstu, að þeir
hefðu sigit upp á sker. 8. maí milli kl. 2 og3 kom
kippur á Stóra-Núpi um messu, svo brakaði í kirkj-
unni. 5. júní fanust jarðskjálftahreyfing á Háisi,
Kaldbak, Kornbrekkum og Kirkjubæ, ogáStóru-
völlum næstu nótt um kl. 12. 31. ágúst kl. 93/4 um
kvöldið fannst linur jarðskjálfti í líeykjavík, og
7*