Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 85
jarðskjálfta.
81
eigi liaíi aðra þýðingu en þá, að sýna hvernig menn
smátt og smátt frá vanþekkingu og getgátum, hafa eins
í þessu og öðru loksins eptir langa mæðu, komizt að
nokkrum hluta sannleikans.
fað má sjá af Davíðssálmum, að Gyðingar hafa
þekkt. jarðskjálfta, eða orðið fyrir þeim, því þar stendur
í 60. sálmi: «Guð, þú útskúfaðir oss, þú tvistraðir oss
og reiður varstu. Kom þú aptur til vor! pú lézt
jörðina nötra og rifna; lækna þú hennar sprungu, því
hún skelfur», og í 114. sálmi: «pá ísrael för burt af
Egyptalandi . . . varð Júda hans helgidómur og ísrael
hans herradæmi. Hafið sá þaö og flúði. Jórdanhrökk
aptur á bak; fjöllin stukku sem hrútar, hæðirnar sem
unglömbn.
Margir heiðingjar héldu, aðjarðskjálftar væru hegning
frá guðanna hendi. Grikkir héldu að Zevs eða Póseidon
stýrði jarðskjálftunum. Aristophanes hefir í einu
leikriti sínu látið mann bölva Spartverjum og óska að
Póseidon, er hristir jörðina, vildi eyða öllurn híbýlum
þeirra. Indverjar í Perú héldu að jarðskjáíftar kæmu
af því, að guð við og við risi úr hásæti síuu, til þess
að telja mennina, og þá titraði jörðiu undir fótum hans.
þeir voru því vanir undir eins og lítill jarðskjálftakippur
kom, að hlaupa út úr húsum sínum og hrópa: «hér
erum vér, hér!» til þes3 guðinn yrði því fljótari að telja.
Kínverjar héldu að illir andar kæmi jarðskjálftunum til
leiðar, og færðu þeim fórnir til þess að mýkja þá. Hesíód,
Hómer og Virgill láta oldgos og jarðskjálfta koma af
reiði guðanna og bardögum jötna (títana) og guða; í
eldfjöllum áttu að vera verksmiðjur Vúlkans. í Eddu
segir svo frá, að Æsir tóku Loka og bundu hann yfir
þrjá steina í helli nokkrum. «Skaði tók eitrorm, ok
festi upp yfir hann, svá at eitrit skyldi drjúpa úr orminum
í andlit honum, en Sigyn kona hans stendr hjá honum,
ok heldr mundlaugu undir eitrdropa. En þá er full
AnJvari. VIII. 6