Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 105
jarðskjálfta.
101
1868. Jarðskjálftar á Suðurlandi. Fyrsti kippurinn fannst
1. nóvember kl. 4 um morguninn, og honum
fylgdu 3 eða 4 linari kippir. Um kvöldið kl. 11V*
fannst enn harður kippur og síðan smærri hreyf-
ingar alla nóttina. 2. nóvember kl. 11 um
kvöldið komu þó tveir harðir kippir, hvor eptir
annan, en þó smáhreyfingar á milli, þá féllu niður
nokkrir ofnar í líeykjavík, glerílát brotnuðu
o. s. fr. Alla vikuna fundust smákippir; hreyf-
ingarnar sýndust fyrst koma úr norðaustri, en
síðan gengu þær frá austri til ve^turs. Jarð-
skjálftar þessir fundust og í Borgarfjarðar- og
Mýrasýslum, á Leirá féll veggur á fjárhúsi; á
Norðurlandi fundust engir skjálftar, og heldur
ekki fyrir austan Mýrdalssand1).
1872. Jarðskjálfti á Húsavík. Aðfaranóttina þess 18.
aprílm. ld. 11 um kvöldið kom á Húsavík jarð-
skjálfti svo mikill, að mönnum leizt ekki ugg-
laust að vera inni í húsum, ef annar-kæmi jafn-
snarpur, en litlu á eptir komu kippirnir svo títt,
að ekki liðu nema 4—8 mínútur rnilli þeirra.
Engir voru þeir mjög stórkostlegir, fyrr en kl. 4
um nóttina, þá kom einn svo harður, að húsin
léku til og frá, teygðust sundur og saman, og
mikið af því sem rótazt gat, gekk úr skorðum.
Bæirnir kring um kaupstaðinn urðu þá strax
fyrir svo miklum skemmdum, að fólkið fiúði úr
sumum þeirra til hinna bæjanna, er minna hafði
sakað. Allt fólk á Húsavík íór á flakk, því ekki
var lengur friðlegt í húsunum. Að afliðnum
þessum jarðskjálfta kom um nokkurn tíma eng-
inn hættulegur, þó allt af væru smáskjálftar með
*) þjóðólfur 21. ár, 18ö8, bls. 1-2 og 9.