Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 19
þangbrennslu.
15
en samt ekki kreinsað betur, heldur selt eins og það er. í því
er: 50 % af brennisteinssúru kalí, 30 °/o af brennisteins-
súru natron og natrousöltum, 20 % vatni. Leginum er
nú ausið aptur í pönnurnar, og hann seyddur betur, þá
krystallast natronsölt, sem veidd eru jafnóðum upp úr
pönnunum með ausum, og er þessu lialdið áfram þar til
er aptur fer að setjast saltskán ofan á pönnuna. pá er
leginum hleypt niður í kerin af nýju og liann látinn
kólna; þá krystallast klórkalíum og sezt á botninn, en
leginum sem eptir verður er í annað sinn ausið í pönn-
urnar og hann hitaður, og er þetta gjört þrisvar eða
fjórum sinnum, og alltaf veidd natronsölt úr pönnunni,
en í kerunum krystallast klórkalíum. J>etta klórkalíum
er þvegið í vatni, þurrkað og selt síðan. Eru í því 92
til 93 % af hreinu klórkalíum, 5—6 °/o af öðrum söltum
og 2 °/o af vatni. Patterson fær á ári 10 miljónir punda
af natronsöltum, 5 miljónir af klórkalíum og 3 miljónir
af brennisteinssúru kalí. pegar búið er að ná þessum
söltum úr leginum eru eptir í honum ýmisleg önnur
auðleyst sölt, þar á meðal joðsöltin. Patterson lætur
hella þessum legi í stóran ketil, sem er svo þjettur að
lopt kemst ekki úr honum nema gegnum eina pípu, sem
nær út í reykháfinn, því að loptegundir þær, sem myndast í
katlinum, eru óhollar. Ofan á katlinum stendur stór
krukka með brennisteinssýru og rennur sýran gegnum
lítið gat niður í ketilinn; leysir hún þar kolsýru, brenni-
steinsvatnsefni og brennistein og hverfa loptegundirnar
út um reykháfinn; þegar þær eru horfnar er ketillinn
opnaður og brennisteinninn veiddur ofan af; fær Patter-
son 200,000 pund af brennisteini á ári. Nú er látið
Dokkuð af brúnsteini í ketilinn, honum er lokað og kynt
úndir, joðið losnar þá og verður að gufu og hverfur inn
í fjórar lokaðar leirpípur sem eru áfastar við kotilinn, og
þjettist þar. Patterson hefir 5 katla og lætur kynda undir
þoim á daginu til að ná úr þeim joðinu. Á nóttunni