Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 104
100
Um
eins á skipi, er lá við Keflavík. Um kvöldið
26. növember 1846, og 7. janúar 1847 um miðja
nótt fundust kippir á fúfu. 15. febrúar 1847
fundust jarðskjálftakippir kring um Reykjavík, og
2. og 3- mars á Heiðarbæ í fúngvallasveit komu
svo miklir kippir, að hús hristust og allir vökn-
uðu, og ílát féllu niður af hyllum. Á meðan á
gosinu stóð, fundust nokkrum sinnum jarð-
skjálftar á Norðurlandi og harðir kippir í maí og
apríl 1847 á Grímsey. Sterkastar voru jarð-
skjálftahreyfingarnar við gosið í Biskupstungum1)-
1855. fá urðu nokkrir varir við jarðskjálfta á Akureyri
12. mars2).
1860. Kötlugos, frá 8. til 27. maí. Jarðskjálftar fundust
þá um morguninn 8. maí kl. 6—8 á Höfða-
brekku í Mýrdal, og síðan við og við um daginn,
bar eigi á öðrum jarðskjálftum nema 25. maí eina
stund af dagmálum; þá voru jarðskjálftar í frekara
lagi, og öðru hverju allan þann dag til kvölds3).
1863. Jarðskjálftakippir kringum Reykjavík20—21.apríl.
1864. Fannst í Reykjavík og á Suðurnesjum 16. febrúar
snarpur jarðskjálftakippur, sumum sýndist turn-
inn á dómkirkjunni hreyfast fram og aptur.
Sjórinn gekk nokkru meir á land, en vandi var
til. Inntré brökuðu í húsum, og hlutir féllu
niður af hyllum. Hreyfingarnar stóðu hér um
bil í 2 mínútur4).
0 Sbr. Fréttir frá Hekln í Nýjum Félagsritum 1846—47,
Dagskrá um Heklugosið 1745—46 eptir Odd Erlendsson á
þúfu, prentuð í riti um jarðelda eptir Markús Loptsson,
bls. 101 —119. I. C. Schythe: Hekla og dens sidste Udbrud.
Kmh. 1847, 8.
J) Norðri 111. bis 31.
3) íslendingur I, 1860. bls. 61 og 67.
4) þjóðólfur 16. ár, 22. febrúar 1864, bls. 57.