Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 159
og lánfæri.
155
þessa penícga. Gerum nú enn fremr að hann seli svo
mikið um árið sem nemr verði als varníngsins. Kaup-
maðr selr því árlega fyrir 500 pund stl. minna en ella;
en það er hið sama sem að kaupmaðr missir allan hag-
inn eðr framíærsluna á 500 pd. varníngs, og í annan
stað, að 500 pd. minna verðr árlega unnið af varníngi
þeim hinum sama er liann hefir til sölu. En kaupmaðr-
inn í Edínaborg hefir enga penínga liggjandi tilþessara
kaupa og gjalda, heldr fær hann reikníngslán hjá banka
sínum jafnótt sem hann þarf á að halda, og greiðir það
svo smám saman með peníngum eðr seðlum, jafnótt sem
hann selr varnínginn. Er því auðsætt, að þótt báðir
kaupmenn þessir hafi jafnmikið fé með höndum, getr
Edínaborgarkaupmaðr jafnan haft meiri varníng í
varníngsbúðum sínum en hinn, og því bæði grætt
meira og gefið meiri atvinnu þeim mönnum er iðja
varníng hans. þ>ví má og hér við auka, að hann getr
og hætt úr þörf fleiri manna er þurfa á varníngi hans
að halda. Og þó nú einhverr segja kunni, að Lundúna
kaupmaðrinn geti bætt sér þenna halla með því að
banki hans kaupi víxla hans, þá er þess að gæta, að
kaupmaðtinu í Edínaborg á alveg eins hægt með að
selja bankanum sína víxla hér á ofan sem Lundúna
kaupmaðrinn.
Á Skotlandi er nú hinn mesti fjöldi banka, og eru
allir, nema þeir hinir fyrstu, hlutabankar, eðr stofnaðir
af hlutafélögum. f>ess er að geta, að eftir enskum og
þá skozkum hlutalögum, er sérhverr hlutamaðr skyldr
til að ábyrgjast greiðslu á öllum skuldum bankans moð
öllum eigum sínum*). Síðan 1826 hafa risið upp margir
*) 1 Bandafylkjum Vestrheims er hverr hlutamaðr abyrgr
eðr andsvari jafnmikils fjár, sem hanri á mikið fé í hlut-
bréfum með fullu ákvæðisverði. Er því ábyrgð þar tvöföld
en eigi framar.