Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 83
jarðskjálfta.
79
sem ná þvers yíir fjallgarðinn, af því jarðlögin hafa breytt
stöðu sinni og sokkið eða hafizt beggja megin, eða hafizt
öðru megin og sigið hinu megin, er þau leita að jafn-
vægi vegna misjafnrar þyngdar. Af þessu og öðru sést,
að jarðskjáftarnir hljóta að standa í nánu sambandi við
þyngdarlilutföll jarðarinnar, sprungur í þeim og annað
því um líkt. Jarðskjálftar eru tíðastir í þeim löndum,
þar sem jarðlögin eru breytilegust, og þar sem randir
jarðlaganna hafa mest breytt stöðu sinni innbyrðis og
gengið á misvíxl. Jarðskjálftarnir koma opt eigi af
öðru en því, að jarðlögin af ýmsum orsökum verða mis-
þung, þegar vatn eða annað hefir sumstaðar bætt við,
en borið nokkuð burt á öðrum stað; þá geta jarðlögin
brostið þar, sem þau láta bezt undan; við það kemur
þá kippur, sem hristir landið í kring. pegar nú þrýst-
ingaraaflið minnkar, geta jarðlagabrotin færzt til á
ýmsan hátt og breyti stöðu sinni innbyrðis. Stundum
getur þetta orðið hægar, að ein landspildan hofst en
önnur sígur, án þess hristingur komi í kring, þá gerist
það smátt og smátt, þannig hefjast lönd og síga, eins
og fyrr hefir verið sagt. Af þessu má sjá, að jarð-
skjálftarnir og hreyfingar þær, sem þeim eru skyldar,
hljóta að haí'a stórkostlega þýðingu fyrir jarðmyndunina
í heild sinni. pó for fjarri því, að öllum jarðskjáiftum
sé svo varið; orsakir þeirra geta verið þrennskonar:
1. Við eldgos koma opt jarðskjálftar í kring um
eldfjöllin, þeir ná sjaldan yfir mjög stórt svæði, mið-
depillinn er þá í eldfjailinu eða undir því. Slíkir jarð-
skjálftar koma vanalega á undan gosunum og orsakast
af því, að logandi hraun er að brjóiast upp um rifur
í jarðarskorpunni og vatnsgufur, sem hafa niðri í jörðunni
verið undir miklum þunga og þrýstingi, koma snögglega
upp og hrista landið í kring, um leið og þær leysast
úr dróma, eða með öðrum orðum þenjast út.
2. Jarðskjálftar geta komið af því, að vatn hefir