Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 20
16
Um þangbrennslu.
er ketillinn látinn kólna, en er tæmdur að morgni og
fylltur með nýjum legi. Á hverjum hálfsmánaðarfresti
er joðið tekið úr leirpípunum og er þá frá 100 —150
pund af joði í hverri. Joðið er látið í mjög vönduð eik-
arílát, hundrað pund í hvert, og selt síðan. Patterson
fær rúm 60 þúsund pund af joði á ári úr sinni verk-
smiðju. Allan kostnað við að vinna joð úr oinni smálest
af ösku telur hann 221;2—25 krónur, þar af fara 12
krónur fyrir brennisteinssýru.
Á Frakklandi er höfð nokkuð önnur aðferð að ná
joðinu úr leginum. þ>ar er haft klór til að skilja á milli
þess, og annara efna í þangöskunni. Klór er loptteg-
und og er því hleypt niður í löginn um pípu, sezt þá
joðið til botns, og er síðan þvegið með köldu vatni og
þurrkað án þess að hita það, því sje það gjört, gufar
joðið burt. |>að er því ekki hægt að ná úr því öliu
vatninu, og er það þess vegna lakara en joð það, sem
aflað er á Englandi.
pað er vitaskuld, að ekki er hægt að leysa úr því
að svo stöddu, hvort þangbrennsla og joðgerð muni geta
þrifizt á Islandi; þar til þarf að vita betur ýmislegt um
þangvöxt á íslandi o. fl. Áð öðru leyti hefir helzt verið
borið við skorti á vinnukrapti, og því öðru, að þangsins
megi ekki án vera til eldsneyás, áburðar og fóðurs handa
fjenaði. Um fólksskortinn læt jeg ósagt, þótt mjer sje
nær að halda að hann þurfi ekki að vera til fyrirstöðu
alstaðar. En um hitt er það að segja, að þótt tekið
væri svo miljónum punda skipti af þangi til brennslu,
mundi þar ekki sjá högg á vatni. Auk þoss yrðu ekki
teknar til brennslu nema joðmestu tegundirnar.
pótt svo væri, að joðgerð þætti ísjárverð á íslandi
kostnaðar vegna, mætti þó efiaust selja þangösku til
Englands til joðgerðar þar. pá væru mvjer komnir á
sama rek í hagnýting á þangi sem á ull, tólg og ýmsum
varningi öðrum, er vjer látum í kaupstað óunninn.