Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 158
154
Um lánstraust
greiða lánið annaðhvort á tilteknum fresti eðr þá er
hann er krafinn. En hér að auki höguðu skozku bank-
arnir láninu þannig, að hin mesta upphæð hvers láns,
til dæmis 1000 kr., var tiltekin, en skuldunautr þurfti
eigi að taka meira en hann vildi í einu, né heldr als
meira af allri upphæðinni en hann vildi, aðeins gat hann
eigi fengið meira lán en ábyrgzt var. í annan stað mátti
og skuldunautr endrgjaldalánið eðr svo og svo lítinn hluta
þess svo snemma sem hann vildi, og voru honum jafnan
taldir vextir af hinu endrgoldna frá greiðsludegi, svo
lánum þessum var alveg eins hagað eins og áðr er getið
um að væri hjá stórkaupmönnum þeim er lána smærri
kaupmönnum. Bankinn hefir eigi annan hag af slíkum
lánum, þeim er skjótt er lokið, en vextina þann tíma er
skuldin stendr. Lánsháttr þessi er hinn hentasti lánþegjum
í alla staði. Lánþeginn tekr aldrei meira lán en hann
þarf í hvert sinn og hann iiggr aldrei með penínga,
heldr greiðir hann lán sitt jafnskjótt sem hann getr, og
þótt eigi sé meira af því en 10 krónur hvert sinn.
Adam Smith (Wealth of Nations 2. bók. 2. kap.)
fer um þessa lánsaðferð meðal annars þessum orðum:
«Ef tveir kaupmenn eðr iðnstjórar, annarr í Lundúnum
en hinn í Edínaborg hafa jafnmikið fé hvorr þeirra til
sams konar verzlunar eðr iðnar, þá getr kaupmaðrinn
i Edínaborg alveg vanhyggjulaust haft jafnan meiri
verzlun og gefið öðrum meira að starfa en kaupmaðrinn
í Lundúnum. J>etta kemr af því að Lundúnakaupmaðr-
inn hlýtr ætíð að hafa til taks talsvert af peníngum til
kaupa sinna og annarra gjalda, og verðr hann annað-
hvort að hafa penínga þessa liggjandi heima hjá sér
eðr í bankanum, en Lundúnabanki greiðir honum enga
vöxtu. Gerurn nú, að kaupmaðr þurfi til þessa ein fim
hundruð pund sterl. Hlýtr þá varníngr hans í sölubúð-
inni og útibúrum hans að verða þessum fim hundruðum
punda sterl. minni en ef hann hefði mátt kaupa fyrir