Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 86
82
Um
er mundlaugin, þá gengr lmn ok slær út eitrinu, en
meðan drýpur eitrit í andlit honum, þá kippist hann svá
hart við, at jörð öll skelfr, þat kalla menn land-
skjálfta».
Bylgjuhreyíingar jarðarinnar við landskjálfta hafa
komið ýmsum til að lialda, að þær orsökuðust afhreyf-
ingum stórra dýra. Japansmenn héldu t. d., að jarð-
skjálftar kæmu af því, að stór hvalur synti undir jarð-
arskorpunni og ræki sig við og við upp undir liana.
Slíkum bábyljum hafa menn og fyrrum trúað í Evrópu.
Beda prestur (673—735 e. Kr.) telur upp ýmsar skoð-
anir matma á jarðskjálftum, og segir meðal annars, að
sumir haldi að þeir komi af því, að Leviathan, skrímsli,
sem liggur um jörð alla, einstaka sinnum glepsi í sólina,
þegar honum verður of heitt á halanum, og við það titri
jörðin. I Talmud*) stendur meðal annars, að guð yðrist
þess svo mjög, 'er hann lét reka Gyðinga l’rá Jerúsalom,
að hann daglega felli tvö tár i hafið, en við það komi
hreyfing á það og jarðskjálftar.
Af þeim mönnum, sem reynt hafa að leiða rök,
sem einhver skynsemi var í, að orsökum jarðskjálftanna,
var heimspekingurinr, Thales einn hinn fyrsti. Hann
lifði 640—545 f. Kr. í Míletos á Asíuströndum. Hann
hélt að allir hlutir væru til orðnir úr vatni, eða ein-
hverju frumefui því líku. Hann ímyndaði sér, að jarð-
kringlan væri um kringd af sæ, og lægi á sæ eins og
laufblað á vatni, og hann hélt því að jarðskjálftar kæmu
eigi af öðru en hreyfingum sævarins, sem undir jörð-
inni lægi. Anaximander (610—546 f. Kr.) sagði
'*) l'alraud er ákaflega stórt og merkilegt safn af ýmsum
ritum, er snerta löggjöf, trúarbrögð og sögu Gyðinga, og
eru þau rituð á ýmsum tímum og ýmsum stöðum eptir
eyðing Jórsalaborgar. Kitum þessum heíur verið safnað í
heild á 4. og 5. öld e. Kr.