Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 115
á íslandi.
111
eptirtekjan hjá konum eitt sumar 5 tunuur af byggi.
Menn reyndu að sá til furu og granviðar og jafnvel tii
aldinberandi viðartegunda, að dgleymdum tilraunum þeim,
er voru gjörðar til þess að rækta hör, liamp og tóbak.
Árin 1776—80 komu ymsar skipanir frá stjórninni
um jarðabætur, garðahleðslu, þúfnasljettun, skurði o. s.
frv., og talsverðum verðlaunum var heitið liverjum þeim,
er ynni meira að slíku, en fyrir var skipað.
Allt um það kom þetta að litlu haldi, löcfunum var
eigi hlýtt, enda báru þessar loisverðu fyrirskipanir það
með sjer, að löggjafarnir þekktu eigi hina sjerstöku hagi
og þarfir landsins.
Jarðarræktin á íslandi er að kalla fólgin í því einu,
að fá sem mest liey af túni og engjum. Tún keitir
bletturinn í kring um sjálfan bæinn, og er á stundum
garður umhverfis; engjarnar eru fjær bænum, opt eru
þær votleudi og mýrar; engjarnar eru aldrei umgirtar,
en varðar eru þær fyrir skepnum tímakorn á undan
slætti. Túnin eru mjög misjöfn að stærð og fer það
eptir jörðunum, 5—50 dagsláttur (túndagsláttur); vana-
lega eru þau þó á að gizka 12—17 dagsláttur. Tún-
bletturinn er iangbezt ræktaður af allri jörðiuni, og
taðan af túnunum er víðasthvar ætluð kúnum til vetrar-
fóðurs. Kúabúið verður að fara eptir stærð túnanna og
hve vel þau eru ræktuð. Fyr meir hafa öll tún verið
girt, að því er sjeð verður, og víða hafa þau verið stærri,
en þau nú eru. Áður á tíðum töldu menn svo til, að
af hálfri annari dagsláttu fengist kýrfóður (30 hestar),
en nútelst mönnum, að eigi veiti af þremur dagsláttum.
J>að verður því eigi annað sjeð, en að túnin sjeu ver
ræktuð nú, en fyr á dögum.
Víðasthvar ern túnin meira eða minna þýfð og
ósljett og er það hið mesta mein; bæði verður vinnan
seinlegri og eptirtekjan er minni af þýfðu túni, en sljettu,
svo að stórum munar. Á seinni árum hafa bændur