Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 113
Um landbúnaB á íslandi.
109
hlóðu víða merkjagarða og vörzlugarða um tún og
engjar. Eptir því sem næst- verður farið af sögum og
annálum, er drepa á þetta efni, var og á þeim öldum
meira af nautpeningi og sauðfjenaði í landinu, en á
vorum dögum.
Á Sturlungaöld, fyrir og eptir 1300, hnignaði öllu
þessu von bráðar, og þegar Svartidauði kom til landsins
í byrjun 15. aldar mátti kalla að allt færi forgörðum;
nú fór öllu aptur og hver plágan annari verri dundi
vfir landið. Landsbúar urðu nú eigi fleiri talsins, en
40,000, og eptir Stórubóluna að eins 34,000.
J>að er eigi annað að sjá, en að íslendingar hafi á
þessum öldum, 1600—1800, með öllu gleymt atorkusemi
forfeðra sinna og hve vel þeim ljet búskapurinn. Birki-
skógarnir eyddust að mestu, bændur hættu við mótekju
og brenndu taðinu í stað mósins, enginn kunni nú framar
á vatnsveitingar og fæstir hirtu um að verja tún og
engjar með vörzlugörðum. í annálunum er eigi um
annað jafntíðrætt sem óáran og auðn, sult og seyru.
Mest kveður þó að þessu árin 1783—85 eptir gosið í
Skaptárjökli 1783, því jað þá varð allur gróður víðast
um landið þanvænn fyrir skepnur, og á þetta bættist,
að landið hafði eigi náð sjer eptir niðurskurðinn 1772
til 1779, en þá var skorið niður um allt land að kalla
vegna fjárkláðaus*).
Árið eptir gosið í Skaptárjökli drápust 3U hlutar
af hestum landsins, helmingur alls nautpenings og 4/s
hlutar sauðfjenaðar, og árin 2, er eptir fóru, týndust
um 9000 manna**).
Um þær mundir kom stjórninni til hugar, að gjöra
alvöru úr því að flytja íslendinga til Jótlands, því að
*) A þeim árum telja menn að 280,000 kindur hafi drepizt,
eða verið skornar niður. Skýrslur um landshagi 1861, bls. 91.
**) Hannes Finnsson: Um mannfœkkun af hallærum á íslandi.