Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 98
94
Um
fjarskalegan skarkala og klupum út, þá voru öll
fjöll fjær og nær hulin rykþoku, því skriður féllu
alstaðar, stórir klettar féllu niður, aðrir klofnuðu.
Hinu megin við Skagafjörð í 3 mílna fjarska
sáum vér hvernig sjórinn skvettist hátt í lopt
upp af því svo stór björg féllu niður úr fjalls-
hlíðunum við ströndina. í Málmey og Drangey
féllu niður stór stykki úr hömrunum, svo fugla-
björgin uvðu fyrir miklum skemmdum. I fórðar-
höfða, sem er úr móbergi, komu stórar sprungur;
eina mældum við, hún var eitt fet á breidd.» í
Fljótum duttu ríðandi menn af baki, í Flatey á
Skjálfanda eyddust 4 bæir. Jarðskjálftahreyfingin
gekk frá austri til vesturs. Sjómenn frá Siglu-
firði fundu kippi á sjónum, á Grímsey skemmdust
bæir og fuglabjörg. Enginn jarðskjálfti fannst
við Mývatn né austar og heldur eigi á Suður- né
Vesturlarrdi. 12. september fundust 6 kippir,
13. september 4, 14. einn, 15. tveir, 16. einn og
að lokum einn 24. september1). 17. óktober s.
á. tók Katla að gjósa og liætti eigi fyrr en í
águst árið eptir. 1. nóvember s. á. varð jarð-
skjálftinn í Lissabon.
1766. Heklugos, gosið byrjaði 5. apríl, urn nóttina á
undan gengu jarðskjálftar í héruðunum kring um
Heklu. Á meðan á gosunum stóð, gengu ótal
jarðskjálftar, einkum suðvestur frá Heklu, bæir
féllu í Árnessýslu og á Reykjanesi og Vest-
manneyjum voru kippirnir mjög harðir; optast
1) Extract udaf Sysselmand Jon Benedixens Relation
* dat. Rödeskride 16. apríi 1756 í konungs bókhlöðu í
Kmh. í Thotts Samling nr. 1740 4T0- og Eggert Ólafsson:
Reise igjennem Isiand. II. bls 646 — 648.