Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 22
18
Sólin
fer skynsemin smátt og smátt að komast að eðli lilut-
anna. í fyrstu var jörðin flöt, himininn stálhvelfing
og stjörnurnar blikandi naglahausar, og langur tími leið
þangað til að menn vissu, að jörðin gekk kringum
sólina, að stjörnurnar væru óteljandi sólkerfi og himininn
ómælandi geimur. Til þess að komast að því, sem menn
nú vita, hefir þurft mikla vinnu og mikla baráttu, það
eru ávallt aðeins fáir einstakir menn, sem hetja hug
sinn yfir láð og lög og hnýsast í fylgsni náttúrunnar;
sannleiksást þeirra og fróðleiksfýsn á við margt að berj-
ast, fávizku, hjátrú og eigingirni, en það, sem verst er
viðfangs er þó dramb, hroki og sjálfsþótti mannanna,
því þó þeir ávallt beri það í munni sér, að jörðin sé
eymdadalur og mennirnir dupt. og maðkar jarðar, þá
geta þeir samt ekki skilið í öðru, en að allt só til þeirra
vegna og allt verði að hlýða þeirra boðum og banni
eins og skáldið segir:
Spyr hverjum jörð ti! gag-ns er gjör?
gullinn hvar fyrir röðull skín?
þá hefir drambið þessi svör:
»það er einuugis vegua mín«. *)
fegar Galilei var á móti samvizku sinni neyddur til
að sverja að jörðin stæði kyr, en átti að brennast að
öðrum kosti, þá var það hroki mannanna, sem stóð
öðru megin og á engan hátt gat fallizt á, að jörðin,
heimkynni mannanna, skyldi þurfa að lúta í lægra haldi
fyrir sólunni. Svo er það enn, að fjöldi manna verða
fokreiðir þegar rannsóknir vísindanna virðast benda til
þess, að mannkynið upprunalega hafi verið skör lægra
en nú.
Vér skulum nú fara nokkrum orðum um það sem
*) Pope: Tilraun um raanninn; í kvæðabók Jóns þorláks-
sonar. 1. bls. 19.