Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 111
jarðskjálfta.
107
í hvaða áttir gengu þær, hiti í þeim, reykur, hófst einn
barmurinn meir en annar, hve langar voru þær og hve
breiðar, hve lengi héldust þær opnar? Sást nokkur sér-
stök hreyfing á sjó eða vötnum, hvernig urðu fljót, lækir,
brunnar, hverir og laugar? Heyrðist nokkur hvinur í
lopti, eða brak og dunur neðanjarðar og hvernig var
því varið? Hvernig var veðráttufar á meðan á jarð-
skjálftanum stóð ? Varð umbreyting á landslagi, eða
nokkur skaði á jörð, húsum, mönnum eða fénaði? Hvar
féllu skriður? Nær var tekið eptir jarðskjálftanum á
öðrum bæjum og hver skaði og umbreyting varð á
hverjum bæ, sem hann fannst á, og hverjar aðrar verk-
anir hans? Hvar voru kippirnir harðastir og tíðastir?
Á hverjum bæjum eða í hverjum hluta sveitarinnar eða
héraðsins kom jarðskjálftinn eigi?
fað er og mjög áríðandi fyrir jarðfræði íslands, að
tekið sé eptir því á sern flestum stöðum við strendur
landsins, hvort landið hefst eða sígur, hvort hafnir eða
skipaleiðir dýpka eða grynnka, hvar sker koma upp,
sem eigi hafa áður sézt, hvort sjór gengur nú þar yíir
sem menn áður vissu þurrt land, hvar skeljar finnast í
jarðveginum, í börðum, hólum eða hömrum hátt yfir
sjáfartíöt og hvar sjást gömul fjöruborð ofar en sjór
gengur. Mér þækti vænt um ef menn vildu sem flestir
gera svo vel að láta mig vita þetta eða á einhvern hátt
láta það koma fyrir almennings sjónir.