Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 110
106
Um
þeir menn, sem vilja hjálpa til þess, að betri þekking
láist á landskjálftum viti hvað það er, sem mest er í
varið að eptir sé tekið, ef jarðskjálfta kynni að bera að
höndum, þá ætla eg að setja hér um það nokkrar greinir.
í þeim spurningum, sem hér fylgja, er tekið ýmislegt
til, sem þarft er að fá að vita, en auk þess er hver at-
hugun við jarðskjálftann mikilsverð, og vert er að geta
um hver ein missmíði, eða hvað það, sem öðruvísi fer
en vant er, hversu lítilfjörlegt sem það sýnist vera.
Mest er áríðandi, að athuganir komi úr sem flestum
stöðum, að tekið sé sem bezt eptir tímanum, er jarð-
skjálftinn verður, og öllu því, er sýnt getur stefnu hans,
stefnu hluta sem falla, sprungum o. s. frv. Athugun
á hverju einstöku er mikilsverð, og enginn má fyrir-
vcrða sig að rita upp livert atriði, þó ómerkilegt sýnist,
það getur þó orðið að gagni þegar margt kemur saman
frá ýmsum stöðum.
Hvaða dag og á hverjum tíma dags kom kippurinn?
Bezt er að tímaákvörðunin sé sem allra nákvæmust.
Hvar var sá sem eptir jarðskjálftanum tók, úti eða inni,
á hvaða bæ og í hverju byggðarlagi? Hver er jarð-
vegur undir athugunarstaðnum, fastar klappir, möl,
mold, sandur o. s. ? frv. Ef jarðvegurinn er laus í sér, hve
langt er þá niður að föstum kletti, ef hægt er að sjá
það? Hve margir voru kippirnir og hve langt á milli
þeirra ? Hve lengi stóðu jarðskjálftarnir? Hvernig fannst
kippurinn og fannst eða sást nokkur sérstök hreyfing á
jörðunni? í hverja átt gengu hreyfingarnar, í hvaða
átt féllu lausir hlutir og hve stórir hlutir hreyfðust?
í hvaða átt lágu þeir veggir, sem hangandi hlutir
hreyíðust á og á hverjum veggjum hreyfðust þeir eigi?
Til hverrar hliðar hallaðist vatn eða annar lögur í skjólum,
ámum eða tunnum ? Hvernig voru sprungur í húsum
og hvernig lágu þær, hver hús skemmdust mest og hver
minnst ? Hvernig voru sprungur, sem í jörðina komu,