Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 40
36
Sólin
kúptu gleri (linse) má safna ljósgeislunum í einn
lýsandi brennipúnkt og framleiða með því mikinn hita.
Sé nú «jod» þannig uppleyst liaft innan í glerinu,
hverfur ljósið, en liitinn er litlu minni eu áður, því þá
myndast brennipúnktur af ósýnilegum hitageislum. Ef
«jodið» er haft innan í gleri, verður hitinn eigi alveg
eins mikill eins og hann ætti að verða, því glerið dregur
í sig nokkuð af hitageislunum og sleppir þeim eigi; því
hafa menn opt við slíkar rannsóknir iilinsur» úr matar-
salti eða safna geislunum með holum málmspegli og
láta geislana síðan falla gegnum jodblönduna, þá verða
hinir ósýnilegu brennipúnktar engu kraptminni en
hinir lýsandi. Brom, sem er frumefni náskylt jodi,
hefir sömu eiginlegleika.
Hinu megin við fjólulitu geislana í ljósbandinu eru
kemiskir geislar (ultra-violettir geislar). Jpeir brotna
mest af öllum geislum sólarinnar og koma til leiðar ótal
efnabreytingum í náttúrunni; þeir stýra vökvagreiuingu
og efnabreytingum jurta og dýra og það er þeim að
þakka að ljósmyndanir geta orðið. Beri menn ljós-
myndapappír með þunnu lagi af klórsilfri að fjólulita
enda ljósbandsins, verður þar þegar efnabreyting, svo
pappírinn verður svartur þar sem ljósið fellur á. Af
þessu og þvílíku koma allar ljósmyndir.
þegar að er gáð, má sjá, að hljóð og Ijós eru að
eðli síuu mjög lík; hvorttveggja eru hreyfingar en að-
eins mishraðar. Ljós og hitabylgjur streyma út frá
sólum ejia stjörnum himingeimsins um Ijósvakann í
allar áttir. Ljósvakiun er því á sífeldri hreyfingu, hvar
sem hann væri kyrr, mundi vera ómælanlegur kuldi og
fullkomið myrkur, því hvorttveggja ljós og hiti koma af
hreyfingu hans. Ef vér nú berum saman hljóðið, sem
bundið er við loptið, og Ijós og hita, sein bundin eru
við Ijósvakann, þá er þögn ljósvakans eða kyrrð kuldi
og myrkur, tónar hans hiti og ljós. Hljóðbylgjurnar geta