Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 32
28
Sólin
Sé sterkur rafmagnsstraumur látinn hlaupa gegnum
málmþráð, hitnar þráðurinn og Jýsir; falli Jjds hans í
gegnum strend gler, þá sést sama Ijós-bandið, en hvernig
sem það er breikkað, sjást engvar rákir í því; það er
áframhaldandi (continuerandi) og einn litblær tekur
við af öðrum. Svo er ávailt þeim Ijósböndum varið,
sem koma frá föstum eða lijótandi glóandi hlutum.
Sé hinn lýsandi hlutur brennandi gufa, verður ljós-
bandið allt öðruvísi en nú hefir verið lýst. Ef vér
gegnum glerprisma skoðum logandi kertaljós, sést hið
vanalega ljósband, en það er þó að einu leyti ólíkt þvi,
sem vér höfum áður séð, nefnilega að því, að í gula
kafianum sést mjög lýsandi fagurgul lina, alveg á sama
stað og svarta rákin D í sólar «spectrinu». Að ijós-
bandið að me3tu sést á vanalegan hátt, kemur af því
að í ljósinu eru glóandi kolaagnir, sem þetta «spectrum»
kemur frá, en gula línan orsakast af «natrium» í gufu-
formi, sem er innan um ljósið; sé þessi natriumgufa
skoðuð sér, hverfur allt fjósbandið eða verður svart,
nema þessi eina gula iína. Á þessari gulu línu má
þYÍ alstaðar þekkja natrium hvar sem það er. Jpannig
hafa menn fundið að línur með vissum lit og á vissum
stað í fjósbandinu einkenna hvert frumefni íýrir sig og
að hver þeirra samsvarar eða stendur í vissu hlutfalli
til Erauenhofers rákanna í sólarfjósinu. Með þessu heíir
þá fengizt meðal tif að geta þekkt efni hvers eins hlutar
af ljósi því, sem frá honum streymir. Nú hafa menn
gjört nákvæma uppdrætti yfir fjósbönd ýmsra efna og
geta með því að bera saman við uppdráttinn þær fínur,
sem þeir sjá í logandi gufu, orðið þess áskynja, hver
efni eru í gufunni.
Enn höfum vér eigi komizt að því hvernig stendur
á svörtu rákunum í sólarspectrinu. Til þess að sjá það
vorður að gjöra nýja tilraun. Sé kol brennt með raf-