Andvari - 01.01.1882, Page 119
á íslandi.
115
ingar íslenzkir, sena ferðast um landið, þurfa ár og síð
að brýna þetta fyrir bændum.
Eptir því, sem jeg kemst næst, þá nota menn ekki
almennt belminginn af þeim áburði, sem bægt væri að
afla sjer. Óvíðast er búið svo um áburðinn að lögurinn
skolist oigi burtu og mestallt sauðatað er haft til brennslu;
askan er ekki notuð og haugstæðið er jafnan látið vera
sem næst fjósdyrunum og eigi farið eptir öðru.
pangið er hvergi notað til áburðar, og er þó nóg af
því í fjörunum, og fremur óvíða kemur fiskslor og grútur
að svo góðu haldi, sem verða mætti.
Til þess að taðan aukist er það þó eini vegurinn að
auka áburðinn; á íslandi eru fáar jarðtegundir, sem
verða notaðar til þess, í leirnum er fremur lítið af kalki
og skjeljakalk er óvíða til.
Sumstaðar er því miður nauðsynlegt að brenna
áburðinum, þar sem ekki er annað til, en reyndar er
þess hvergi nærri svo víða þörf, sem menn ætla. þ>að
mætti nota mó miklu víðar en nú er gjört, ef menn að
eins vildu hafa fyrir að flytja hann, því að þær sveitir
eru víst teljandi á landinu, þar sem ekki er mótekja;
reyndar er mórinn næsta misjafn og alstaðar nokkuð af
ösku og hraunvikri saman við.
Á Suðurlandi eru einstaka sveitir, þar sem allir að
kalla lifa af sjónum og hafa engar skepnur, ef þeir eiga
ekki heldur kost á mótekju, þá þurka þeir þang og
brenna.
Sauðkindin er þarfasta eignin í búi bóndans. Allt
virðist að benda til þess, að jafnmargt sauðfje hafi verið
í landinu í fyrndinni og það nú er, og þó að sauðfjeuu
hafi fjölgað injög á þessari öld, er það vart fleira talsins,
en fyr á tímum, þegar birkiskógarnir stóðu í blóma
sínum.
Sauðfjenaðurinn er máttarstólpinn undir allri vel-
megun íslands, en þó er eigi getið um tölu sauðfjár um
8*