Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 31
og ljósið.
27
gul, græn, blá, dökkblá (indigóblá) og yzt íjólulit.
Glerið hefir brotið og tvístrað sólarljósinu, er iun féll.
Sólarljósið er samsett af þossum 7 aöallitum; þrístrent
gler brýtur sólargeislana, en brýtur eigi alla jafnt.
Rauði geislinn brotnar minnst, hinn íjólublái mest.
fetta mislita Ijósband lieitir «spectrum», rannsóknir á
eðli þess «spectralanalysis» og verkfæri til slíkra rann-
sókna «spectroskop». Só annað gler látið brjóta geisl-
ana þvert á móti, þegar þeir hafa fallið í gegnum liið
fyrra, kemur aptur fram hvítt ljós. Hverjum af hinum
sjö aðallitum má aptur skipta í ótal undirliti eða lit-
blæi, en engvan veginn í 7 staði eins og hvíta sólarljósinu
í heild sinni. í ljósbandinu sést jöfn stigbreyting úr
einum lit í annan, af því sólarljósið er eiginlega sam-
sett af ótal geislum, er brotna misjafnt, en augað getur
að eins greint 7 aðalílokka. Af því þessu er svo varið,
þá verður «spectiið» því breiðara, sem ljósgeislinn fellur
gegnum fleiri jafnsetta glerstuðla, af því geislarnir þá
tvístrast meir og meir. Sóu glerstuðlarnir, sem ljósið
fer í gegnum, nógu margir, fara að koma svartar rákir
í litbandinu og því fleiri því meirsem það breikkar. Eng-
lendingur nokkur, Wollaston að nafni, tók fyrstur
eptir þessum svörtu rákum 1802, en 1817 rannsakaði
þýzkur eðlisfræðingur Frauonhofer þær nákvæmar,
og draga þær síðan nafn af honum. Til þess menn
gætu þekkt, þessar rákir aptur, kallaði Frauenhofer línur
þær, sem glöggvastar eru, eptir bókstöfum og ákvað ná-
kvæmlega legu þoirra í ljósbandinu. A og B liggja í
rauðu röndinni, C í hinni rauðgulu, D í hinni gulu, E
í grænu, F milli hinnar grænu og bláu, G í hinni dökk-
bláu og tvær línur heita H yzt í fjólulituðu röndinni.
tegar fleiri rákir fundust, fóru menn að nota litlu stafina
og síðan grísku stafina og tölur; nú sjá menn með
beztu verkfærum yfir 4000 rákir. Hvað eru þessar rákir?
í>að eru ljóslaus eða dimm rúm milli brotnu geislanna.