Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 152
148
Um lánstraust
þau á hverri stundu spara öllum viðskiftamönnum, sem
kvarnirnar áðr öllum spilamönnum, svo mikla og marga
penínga sem gjaldbréf þessi eru mörg og mikil til með
gjaldtrausti. pú þekkir þó ætíð póstmerkin, og þau eru
ístæðíngar penínga; þú þekkir og, ef til vill, klippínga
af blutabréfum, eðr vátryggismiða, svo sem eldtryggis-
miða húsa, sætryggismiða skipa eðr líftryggismiða
manna. Klippíngarnir eru silfrmætir, en vátryggismið-
arnir eru veðmæt eign, og því fortjáendr fjáreignar,
með því að veðmæt eign er lánhæf eign. Vátryggis-
félög innlend eru því nauðsynlegr undirbúníngr og sam-
fari banka í landinu. Brunbótafélag ætti og að vera
hægt að stofna, þar bús þau nema um 2 miljónir
króna, er í það geta gengið, eðr réttara sagt, ætti að
skyldast til í það að ganga. En hvað eru nú seðlar,
bankaseölar? J>eir eru skuldbréf bankans, svo sem
víxill stílaður á sjálfan víxilgjafann1)- Hverr er þá
lánsalinn? Seðilneminn, seðileiginn. jpetta er alveg
hið sama, sem með bvert annað gjaldbréf. Gjaldbréfs-
eiginn á jafnan andvirði bréfsins bjá gjaldbréfsgjafanum.
Bankseðillinn er því sem ávísun á bankann sjálfan, er
viðtakandi tekr gildan, ef hann hefir það traust á
bankanum, að bankinn greiði sér andvirði seðilsins í
peníngum þá er seðileiginn vill. Eðr þá, sem er í raun-
inni alveg hið sama, viðtökumaðr tekr seðilinn gildan,
af því honum þykir hann sér hentugri í flutníngi eðr
til sendínga með póstum, en hann treystir því fyllilega
eðr veit það uppá eitt hár að hverr annarr viðskifta-
maðr hans tekr hann með fullu ákvæðisverði, svo sem
spilamenn kvarnirnar.
J) Eg vil heldr kalla útgefanda eðr útsendanda víxils (trassent)
víxilgjafa en •víxilskuldara% svo sem gjört er í víxillög-
unum (sbr. gestgjafi).